24 punda hængur úr Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2015 13:35 Þórarinn Kristjánsson með 24 punda laxinn úr Víðidalsá Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Við höfum aðeins tiplað á því að núna er besti tíminn fyrir stóru hausthængana og nú þegar hafa nokkrir slíkir höfðingjar tekið flugur veiðimanna. Fréttir af stórlöxum á haustin koma gjarnan úr sömu áttinni og oftar en ekki eru þetta ár eins og Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Hrútafjarðará og Víðidalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, sem gefa árlega laxa um og yfir 100 sm eða 20 pund eða stærri. Þórarinn Kristjánsson er við veiðar í ánni ásamt Jóhanni félaga sínum og setti Þórarinn í sannkallað tröll í veiðistaðnum Ármót í fyrradag. Laxinn var mældur 101 sm að lengd og vó 24 pund í háfnum. Þetta er einn af stærstu löxum sumarsins í Víðidalsá og víðar en besti tíminn er framundan til að setja í þessa stórlaxa svo við eigum nokkuð örugglega eftir að heyra af fleiri stórfiskum í haust. Þess má geta að laxinn tók Blue Charm númer #14 sem sannar enn og aftur að ekki þarf stórar flugur til að setja í stóra laxa, þvert á móti koma þessar laxar iðullega á smáar flugur. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Við höfum aðeins tiplað á því að núna er besti tíminn fyrir stóru hausthængana og nú þegar hafa nokkrir slíkir höfðingjar tekið flugur veiðimanna. Fréttir af stórlöxum á haustin koma gjarnan úr sömu áttinni og oftar en ekki eru þetta ár eins og Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Hrútafjarðará og Víðidalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, sem gefa árlega laxa um og yfir 100 sm eða 20 pund eða stærri. Þórarinn Kristjánsson er við veiðar í ánni ásamt Jóhanni félaga sínum og setti Þórarinn í sannkallað tröll í veiðistaðnum Ármót í fyrradag. Laxinn var mældur 101 sm að lengd og vó 24 pund í háfnum. Þetta er einn af stærstu löxum sumarsins í Víðidalsá og víðar en besti tíminn er framundan til að setja í þessa stórlaxa svo við eigum nokkuð örugglega eftir að heyra af fleiri stórfiskum í haust. Þess má geta að laxinn tók Blue Charm númer #14 sem sannar enn og aftur að ekki þarf stórar flugur til að setja í stóra laxa, þvert á móti koma þessar laxar iðullega á smáar flugur.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði