Margoft þurft að vera minntur á eigið afmæli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. september 2015 09:30 Hörður Torfason heldur upp á sjötugsafmælið sitt með tónleikum í kvöld. Vísir/GVA „Klukkan tuttugu mínútur í sjö á morgun verð ég sjötugur. Samkvæmt fæðingarvottorðinu,“ segir tónlistarmaðurinn Hörður Torfason glaður í bragði. Í tilefni stórafmælisins mun hann endurvekja hausttónleika sem hafa verið í hvíld í tvö ár en fyrir það hafði hann haldið þá árlega í 38 ár. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var 31 árs af því ég er ekkert voðalega mikill veislumaður. Þá þótti mér betur við hæfi að halda bara tónleikaveislu. Ég hef nú tekið mér þriggja ára frí þannig ég er svona að koma aftur. Og þetta er gott tilefni,“ segir Hörður hress en ítrekar þó að hann hafi gaman af veislum og að vera umkringdur skemmtilegu fólki. Spurður að því hvort hann sé mikið afmælisbarn er svarið fremur einfalt: „Ég er það ekki, ég er voðalega mikið niðri á jörðinni. Það hefur margoft komið fyrir mig að ég steingleymi því að ég eigi afmæli. Komið fyrir að fólk hafi þurft að minna mig á afmælisdaginn,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Afmæli og aldur og svona, ég er ekkert að pæla í því. Maður fæðist og maður deyr. Maður á bara að reyna að hafa gaman svona á milli þess.“ Spurður að því hvort einhver afmælisdagur sé sérstaklega eftirminnilegur segir Hörður að það sé sjálfsagt hægt að rifja marga upp. „Þeir eru orðnir ansi margir,“ segir hann. „Fyrsta afmælið sem ég man virkilega vel eftir var þegar ég varð þrítugur. Það eru fjörutíu ár síðan. Takk fyrir!“ Í tilefni þrítugsafmælisins efndi hann til veislu líkt og gjarnan er gert á slíkum tímamótum en kvöldið endaði þó á fremur óvæntan máta. „Ég hélt veislu og það kom mikið af fólki og ég fékk mikið af gjöfum en svo þurfti ég að yfirgefa veisluna því ég var að vinna kvikmynd og þurfi að fara á fætur klukkan fjögur um morguninn. Ég yfirgaf veisluna snemma og lét umsjón hennar í hendur vinar míns,“ segir Hörður og heldur áfram: „Það sem gerðist var það að það hurfu allar gjafirnar nema ein bók sem ég hafði tekið með mér til að skoða áður en ég fór að sofa.“ Eftir þá uppákomu ákvað Hörður að efna í staðinn til hausttónleika á afmælisdaginn. Það er nóg um að vera hjá Herði og verkefnaskráin löng en hann segir þó fara sér best að takast á við eitt verkefni í einu. „Ég vinn bara þannig að ég tek eitt verkefni fyrir í einu. Eins og við strákarnir erum, við getum ekki gert of margt í einu, þá ruglumst við,“ segir hann og skellir upp úr og bætir við að undanfarið hafi hann einbeitt sér að hausttónleikunum. Á tónleikunum verður nýtt efni flutt í bland við eldra og hefjast þeir klukkan 20.00 í kvöld í Gamla bíói. „Fyrri hlutann verð ég einn með gítarinn og svo eftir hlé verð ég með fjögurra manna hljómsveit með mér,“ segir Hörður og setur stefnuna á ljúfa kvöldstund með skemmtilegri tónlist á afmælisdaginn. Menning Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Klukkan tuttugu mínútur í sjö á morgun verð ég sjötugur. Samkvæmt fæðingarvottorðinu,“ segir tónlistarmaðurinn Hörður Torfason glaður í bragði. Í tilefni stórafmælisins mun hann endurvekja hausttónleika sem hafa verið í hvíld í tvö ár en fyrir það hafði hann haldið þá árlega í 38 ár. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var 31 árs af því ég er ekkert voðalega mikill veislumaður. Þá þótti mér betur við hæfi að halda bara tónleikaveislu. Ég hef nú tekið mér þriggja ára frí þannig ég er svona að koma aftur. Og þetta er gott tilefni,“ segir Hörður hress en ítrekar þó að hann hafi gaman af veislum og að vera umkringdur skemmtilegu fólki. Spurður að því hvort hann sé mikið afmælisbarn er svarið fremur einfalt: „Ég er það ekki, ég er voðalega mikið niðri á jörðinni. Það hefur margoft komið fyrir mig að ég steingleymi því að ég eigi afmæli. Komið fyrir að fólk hafi þurft að minna mig á afmælisdaginn,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Afmæli og aldur og svona, ég er ekkert að pæla í því. Maður fæðist og maður deyr. Maður á bara að reyna að hafa gaman svona á milli þess.“ Spurður að því hvort einhver afmælisdagur sé sérstaklega eftirminnilegur segir Hörður að það sé sjálfsagt hægt að rifja marga upp. „Þeir eru orðnir ansi margir,“ segir hann. „Fyrsta afmælið sem ég man virkilega vel eftir var þegar ég varð þrítugur. Það eru fjörutíu ár síðan. Takk fyrir!“ Í tilefni þrítugsafmælisins efndi hann til veislu líkt og gjarnan er gert á slíkum tímamótum en kvöldið endaði þó á fremur óvæntan máta. „Ég hélt veislu og það kom mikið af fólki og ég fékk mikið af gjöfum en svo þurfti ég að yfirgefa veisluna því ég var að vinna kvikmynd og þurfi að fara á fætur klukkan fjögur um morguninn. Ég yfirgaf veisluna snemma og lét umsjón hennar í hendur vinar míns,“ segir Hörður og heldur áfram: „Það sem gerðist var það að það hurfu allar gjafirnar nema ein bók sem ég hafði tekið með mér til að skoða áður en ég fór að sofa.“ Eftir þá uppákomu ákvað Hörður að efna í staðinn til hausttónleika á afmælisdaginn. Það er nóg um að vera hjá Herði og verkefnaskráin löng en hann segir þó fara sér best að takast á við eitt verkefni í einu. „Ég vinn bara þannig að ég tek eitt verkefni fyrir í einu. Eins og við strákarnir erum, við getum ekki gert of margt í einu, þá ruglumst við,“ segir hann og skellir upp úr og bætir við að undanfarið hafi hann einbeitt sér að hausttónleikunum. Á tónleikunum verður nýtt efni flutt í bland við eldra og hefjast þeir klukkan 20.00 í kvöld í Gamla bíói. „Fyrri hlutann verð ég einn með gítarinn og svo eftir hlé verð ég með fjögurra manna hljómsveit með mér,“ segir Hörður og setur stefnuna á ljúfa kvöldstund með skemmtilegri tónlist á afmælisdaginn.
Menning Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið