Fer eftir líferninu hvort hægt sé að lifa á peningunum í framtíðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 23:15 Jón Arnór á æfingu með íslenska landsliðinu í sumar. Vísir/Andri Marinó Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum. Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.
Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00