Matur

Besta eplakakan

Eva Laufey Kjaran skrifar
visir/EVALAUFEY
Eplakaka með kanileplum og þeyttum rjóma

200 g smjör

3 egg

220 g hveiti

220 g sykur

2 tsk vanilla extract eða sykur

1 dl rjómi

2 græn epli

2 msk sykur

1,5 tsk kanill

Aðferð:

  1. Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í sneiðar. Blandið saman 2 msk af sykri og 1 tsk af kanil, sáldrið yfir eplin og leyfið þeim að liggja í kanilsykrinum í svolitla stund.

  2. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós, bætið eggjum saman við einu í einu.

  3. Blandið þurrefnum saman og bætið saman við eggjablönduna. Hellið rjómanum saman við ásamt vanillu.

  4. Smyrjið hringlaga kökuform og hellið deiginu í formið, raðið eplunum ofan á og bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur.

  5. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 


Tengdar fréttir

Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu

Sjónvarpskokkurinn og matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir snýr aftur á skjáinn á Söð 2 innan skamms með girnilegar og freistandi uppskriftir sem einfalt er að leika eftir. Hérna gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af dásamlegri breskri döðluköku.

Eva Laufey gerir dýrindis dögurð

Býður upp á amerískar pönnukökur og tilheyrandi. Kartöfluböku með Chorizo pylsum og eggjum, bláberjasíróp, ávaxtaplatta, jógúrt og mímósu.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.