Veikleikavæðing og skilyrðingar Bjarni Karlsson skrifar 17. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Hjálparstarf Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun