Förðunin á tískuvikunni í New York: Sunnudagur Ritstjórn skrifar 14. september 2015 17:30 Victoria Beckham Glamour/getty Tískuvikan er í fullum gangi í New York. Á sunnudag sýndu meðal annarrra Victoria Beckham, Derek Lam, Diane Von Furstenberg og Prabal Gurung. Förðunin hjá Victoriu Beckham var í sérstöku uppáhaldi hjá ritstjórn Glamour. Nude eða mattar appelsínurauðar varir, falleg húð, þykkar augabrúnir og settlegt highlight í augnkrókunum setti punktinn yfir i-ið.Diane Von FurstenbergFörðunin hjá Diane Von Furstenberg var því miður ekki í eins miklu uppáhaldi. Förðunarmeistarinn Pat McGrath valdi bláan og grænan augnskugga með metal-áferð sem urðu aðeins of mikið með krulluðu hárinu og blómahárskrautinu. Okkur dauðlangar samt í varalitinn!ThakoonFörðunin hjá Thakoon er með þeim betri sem við höfum séð á síðustu sýningum. Húðin alveg fullkomin, augabrúnirnar passlega miklar og svo gerir hvíti augnblýanturinn í vatnslínunni mjög mikið, án þess að vera of.Jenny PackhamTúrkísblár augnskuggi og rauður varalitur er alltaf vafasöm blanda, líkt og sást síðast á pöllunum hjá Céline fyrir haustið 2015. Það var heldur ekki að slá í gegn á sýningu Jenny Packham á sunnudag. Glamour Fegurð Mest lesið Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Verum í stíl Glamour Erindagjörðir Kim Kardashian: Frumleg markaðsherferð? Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Sarah Jessica Parker opnar sína fyrstu verslun Glamour Filterinn fær fleiri „like“ Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour
Tískuvikan er í fullum gangi í New York. Á sunnudag sýndu meðal annarrra Victoria Beckham, Derek Lam, Diane Von Furstenberg og Prabal Gurung. Förðunin hjá Victoriu Beckham var í sérstöku uppáhaldi hjá ritstjórn Glamour. Nude eða mattar appelsínurauðar varir, falleg húð, þykkar augabrúnir og settlegt highlight í augnkrókunum setti punktinn yfir i-ið.Diane Von FurstenbergFörðunin hjá Diane Von Furstenberg var því miður ekki í eins miklu uppáhaldi. Förðunarmeistarinn Pat McGrath valdi bláan og grænan augnskugga með metal-áferð sem urðu aðeins of mikið með krulluðu hárinu og blómahárskrautinu. Okkur dauðlangar samt í varalitinn!ThakoonFörðunin hjá Thakoon er með þeim betri sem við höfum séð á síðustu sýningum. Húðin alveg fullkomin, augabrúnirnar passlega miklar og svo gerir hvíti augnblýanturinn í vatnslínunni mjög mikið, án þess að vera of.Jenny PackhamTúrkísblár augnskuggi og rauður varalitur er alltaf vafasöm blanda, líkt og sást síðast á pöllunum hjá Céline fyrir haustið 2015. Það var heldur ekki að slá í gegn á sýningu Jenny Packham á sunnudag.
Glamour Fegurð Mest lesið Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Verum í stíl Glamour Erindagjörðir Kim Kardashian: Frumleg markaðsherferð? Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Sarah Jessica Parker opnar sína fyrstu verslun Glamour Filterinn fær fleiri „like“ Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour