Langaði að leggja sitt á vogarskálarnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. september 2015 10:00 Hér má sjá Ástu með tveimur af myndunum tíu sem verða á sýningunni. Verkin byggja á óskum íslenskra barna. Vísir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið