Logi: Ég tróð mér inná í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:22 Logi Gunnarsson fagnar hér jöfnunarkörfunni sinni. Vísir/Valli Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00