Ford Mustang söluhæsti sportbíll heims Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 09:51 Ford Mustang. Á fyrri helmingi þessa árs hefur enginn sportbíll í heiminum selst betur en Ford Mustang, sem nýlega kom af nýrri kynslóð. Bílnum hefur verið ákaflega vel tekið og hefur hann selst í 76.124 eintökum á þessum 6 mánuðum. Nemur söluaukningin á Mustang 56% frá fyrra ári. Í fyrsta skipti í 50 ára framleiðslu Mustang verður bíllinn nú framleiddur með stýrið hægra megin fyrir þau lönd sem aka á vinstri vegarhelmingi. Ford hefur ekki ennþá afgreitt þá bíla sem eru með stýrið hægra megin en fjölmargar pantanir eru komnar í þá bíla, meðal annars 2.000 bílar til Bretlands, næstum 3.000 bílar til Ástralíu og 400 til Nýja Sjálands. Salan á þessum bílum bætist á síðustu mánuðum ársins við sölu bíla með stýrið vinstra megin svo búast má við enn meiri aukningu á seinni helmingi ársins. Ford Mustang selst miklu meira en helsti keppinautur hans, Chevrolet Camaro, en hafa verður í huga að núverandi Camaro er farinn að eldast og hlutir gætu breyst hratt með nýrri kynslóð hans. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Á fyrri helmingi þessa árs hefur enginn sportbíll í heiminum selst betur en Ford Mustang, sem nýlega kom af nýrri kynslóð. Bílnum hefur verið ákaflega vel tekið og hefur hann selst í 76.124 eintökum á þessum 6 mánuðum. Nemur söluaukningin á Mustang 56% frá fyrra ári. Í fyrsta skipti í 50 ára framleiðslu Mustang verður bíllinn nú framleiddur með stýrið hægra megin fyrir þau lönd sem aka á vinstri vegarhelmingi. Ford hefur ekki ennþá afgreitt þá bíla sem eru með stýrið hægra megin en fjölmargar pantanir eru komnar í þá bíla, meðal annars 2.000 bílar til Bretlands, næstum 3.000 bílar til Ástralíu og 400 til Nýja Sjálands. Salan á þessum bílum bætist á síðustu mánuðum ársins við sölu bíla með stýrið vinstra megin svo búast má við enn meiri aukningu á seinni helmingi ársins. Ford Mustang selst miklu meira en helsti keppinautur hans, Chevrolet Camaro, en hafa verður í huga að núverandi Camaro er farinn að eldast og hlutir gætu breyst hratt með nýrri kynslóð hans.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent