Hvað með einstaklingsíþróttir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 24. september 2015 14:14 Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar