Axlaðu ábyrgð herra borgarstjóri! Óttar Guðlaugsson skrifar 22. september 2015 19:42 Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar