Kampavínið áfram í kæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 07:00 Heimir Guðjónsson svekktur eftir annað mark Breiðabliks. vísir/anton Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Breiðablik á ekki mikinn möguleika á að verða Íslandsmeistari karla í fótbolta, en liðið var samt staðráðið í því í gær að láta FH-inga ekki fagna titlinum á sínum heimavelli. FH þurfti aðeins jafntefli í Kópavoginum í gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn en allt kom fyrir ekki. Útlitið var gott þegar Atli Guðnason kom FH yfir á 72. mínútu með sínu 60. marki í efstu deild. Blikar svöruðu því með tveimur mörkum á næstu sex mínútum, en þar voru að verki Jonathan Glenn (en ekki hver?) og Damir Muminovic. FH verður að bíða í eina viku í það minnsta en verður meistari með því að vinna Fjölni á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag. Blikar gulltryggðu Evrópusætið með sigrinum í gær, en það var þeirra aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er, eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-deildinni vita, búinn að smíða ansi gott fótboltalið í Kópavoginum. Leikirnir gegn efstu liðunum hafa verið mjög flottir. Blikar náðu í jafntefli gegn FH á útivelli þar sem verðandi Íslandsmeistararnir jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH svo í gær. Breiðablik gerði enn fremur tvö jafntefli við KR og vann Valsmenn í tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf mögulegum gegn liðunum sem eru og voru í baráttu um titilinn.vísir/antonLeiknir í vandræðum Nýliðar Leiknis eru í vondum málum þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið er enn með fimmtán stig, nú fjórum stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í Vestmannaeyjum. Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega björtum augum til síðustu þriggja leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem er löngu fallið. En Fylkismenn dúkkuðu upp með stjörnuframmistöðu í Lautinni í gær og voru komnir 3-0 yfir gegn Leiknismönnum eftir hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu basli með að skora í allt sumar og setti ekki sárabótarmark fyrr en í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur hangið í séns í fallbaráttunni þetta lengi er sterkur varnarleikur liðsins og skipulag. Það var aðeins búið að fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en nú er vörnin að opnast á versta tíma. Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig sex mörk í síðustu tveimur leikjum og virðast stefna hraðbyri niður um deild. Keflavík þarf enn fimm stig til að verða ekki slakasta liðið (hvað stigin varðar) í sögu tólf liða deildar. Þá er það aðeins fimm mörkum frá „markametinu“ yfir flest mörk fengin á sig í tólf liða deild.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða FH þurfti stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en tókst ekki á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2015 19:00