Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2015 10:15 Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið. Vísir/AFP Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Sænska Nóbelsnefndin mun greina frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 11. Samkvæmt veðbönkum þykir hvítrússneska blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievich líklegust til að hljóta verðlaunin þetta árið, en fylgjast má með fréttamannafundinum neðst í fréttinni.Sænska ríkissjónvarpið segir frá því að síðustu árin hafi klukkustundirnar áður en greint er frá verðlaunahafanum verið sérlega áhugaverðar. Þannig hafi stuðlar veðbanka á Tomas Tranströmer lækkað tilfinnanlega tímana áður en greint var frá því að hann hlyti verðlaunin árið 2011. Hið sama gerðir á síðasta ári þegar Frakkinn Patrick Modiano hlaut verðlaunin og hefur þetta vakið spurningar um hvort upplýsingum sé lekið úr Nóbelsnefndinni.Svetlana Alexievich.Vísir/AFPOfsóknir af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar Alexievich er 67 ára og hefur lengi starfað rannsóknarblaðamaður. Hún er hvað þekktust fyrir frásagnir sínar frá stríðinu í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar og svo af Tsjernóbyl-slysinu árið 1986.Sjá einnig: Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir að hafa verið mikils metin á erlendri grundu hefur hún þurft að sæta ofsóknum af hendi Lúkasjenkó-stjórnarinnar í heimalandinu. Árið 2000 yfirgaf hún landið og sneri ekki aftur til höfuðborgarinnar Minsk fyrr en árið 2011.Haruki Murakami.Vísir/AFPMurakami líklegur Japaninn Haruki Murakami þykir einnig, líkt og síðustu ár, líklegur til að fá verðlaunin. Bækur hans Norwegian Wood, Sunnan við mærin, vestur af sól og fleiri hafa skilað honum stórum hópi aðdáenda, en Murakami er þekktur fyrir að blanda hinu yfirnáttúrulega inn í frásagnir sínar. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o er einnig ofarlega á lista veðbanka, en líkt og Alexievich hafa samskipti hans við stjórnvöld í heimalandinu verið erfið. Þannig sat hann um tíma í fangelsi og hefur búið í Bretlandi og Bandaríkjunum allt frá árinu 1982. Bækur hans og leikrit hafa flest tekið á félagslegu óréttlæti í tengslum við nýlendustefnu. Hinn 56 ára Norðmaður, Jon Fosse, er í fjórða sæti hjá veðbönkum og hin bandaríska Joyce Carol Oates í því fimmta.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33 Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00 Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þau eru talin líklegust til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun greina frá hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels á föstudag. 7. október 2015 13:33
Fundu veikleika í krabbameinsfrumum Tomas Lindahl frá Svíþjóð, Paul Modrich frá Bandaríkjunum og Aziz Sancar frá Tyrklandi fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur líkamans gera við skemmdir á DNA-kjarnsýrunum, sem hafa að geyma erfðaefni lífverunnar. 8. október 2015 09:00
Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar. 7. október 2015 07:00