Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2015 21:15 Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson Hlaup í Skaftá Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson
Hlaup í Skaftá Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira