Bryndís vildi ekki láta öskra á sig | Margrét bauðst til að hætta hjá Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 12:50 Bryndís Guðmundsdóttir fór frá Keflavík til Snæfells. vísir/stefán Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira