Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2015 07:00 Fjármálaráðherra mætti mótmælendum á tröppum stjórnarráðsbyggingarinnar þegar hann kom þar til ríkisstjórnarfundar í gærmorgun. vísir/anton Þrátt fyrir að viðræður samninganefndar ríkisins og viðræðunefndar SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafi haldið áfram í gær eru forsvarsmenn verkalýðsfélaganna ekki bjartsýnir á lausn deilunnar í bráð. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ríkissáttasemjara vilja halda fólki að verki í viðræðunum meðan enn sé um eitthvað að tala og gerir ráð fyrir því að fundað verði inn í helgina. Allar líkur séu hins vegar á að verkfallsaðgerðir haldi áfram eftir helgi. Stéttarfélögin stóðu fyrir mótmælum fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun, en þar áréttaði Árni Stefán líka að ekkert væri í hendi um lausn þótt viðræður væru hafnar við ríkið á ný. „Og væntanlega langar og strangar viðræður fram undan og við vitum í sjálfu sér ekkert hvernig það endar.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi fyrir fundinn við fjölmiðla. Hann segir stöðuna sem upp sé komin með verkfallsaðgerðum SFR og SLFÍ vera tekna mjög alvarlega. Ríkið sé af fullri alvöru í samningaviðræðum. Þá séu engar fyrirætlanir uppi um að setja lög á verfallið. „Við erum með samtal í gangi sem við höfum trú á að geti leitt til niðurstöðu sem allir geti unað við,“ segir hann.Árni Stefán Jónsson formaður SFRFélögin þrjú sem saman eiga í viðræðum við ríkið leggja áherslu á að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn, svo sem kennarar og læknar, auk hjúkrunarfræðinga og félagsfólks BHM. Bjarni segir hægt að sýna því ákveðinn skilning að stéttarfélög komi fram með kröfur sem vísi í fyrri samninga. „En það hefur verið vandamálið í þessari samningalotu, sem hefur staðið kannski frá því í fyrra, að það er engin samstaða milli félaganna sem koma til viðræðna við ríkið um það á hvað eigi að leggja áherslu annað en að allir vilja fá margra tuga prósenta hækkun.“ Vanda ríkisins segir Bjarni liggja í að vilja á sama tíma vinna að stöðugleika og afstýra því að verðbólga taki við sér og vextir hækki. Lögð sé áhersla á að koma í veg fyrir aðra lotu hækkana eins og þeirra sem gengið hafi yfir með endurskoðun á verklaginu við samningagerðina og samkomulagi um endurbætur á lífeyriskerfinu. Tími sé til kominn að botna þá umræðu. „Þetta viljum við ræða um leið og við lokum þessari samningalotu um kjarasamninga til næstu ára.“ Skammar LandlæknisembættiðKristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir stöðuna grafalvarlega í kjaradeilu SLFÍ, SFR og LL við ríkið. Hún flutti ræðu á tröppum Stjórnarráðsins í gær. Hún sagði komið hafa í ljós á þessum fyrstu tveimur dögum verkfallsaðgerða SFR og SLFÍ að allt logaði í vandamálum hjá ríkisstofnunum landsins, sér í lagi á Landspítalanum. Landlæknir tali svo á fyrsta degi verkfalls um að setja þurfi lög á verkfallið. „Í staðinn fyrir það að hann myndi nú beita sér fyrir því að þetta sýndi það og sannaði að það þurfi að fjölga ríkisstarfsmönnum sem starfa á sjúkrahúsum.“ Kristín sagðist líta á það sem kvenfyrirlitning að þegar kvennastéttir séu í verkfalli viðri embættið þessa skoðun en ekki hafi frá því heyrst bofs á meðan læknar voru í verkfalli. Í reglulegum pistli forstjóra Landspítalans á vef spítalans í gær kemur fram að veruleg skerðing sé á allri starfsemi spítalans. „Sýnilegra áhrifa gætir einna helst á skipulögðum aðgerðum og meðferðum, sem enn er frestað nema þeim sem teljast bráðar eða brýnar,“ segir hann þar. Öll regluleg starfsemi, svo sem virknimeðferðir fyrir langveika, sé takmörkuð, þjónusta á dag- og göngudeildum sé skert sem og endurhæfing á Grensás. „Dregið hefur verið úr opnum legurýmum á bráðadeildum og töldu þau um 50 á skurðdeildum og fyrir liggur að flæði sjúklinga á spítalanum verður þungt, haldi fram sem horfir.“ Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Þrátt fyrir að viðræður samninganefndar ríkisins og viðræðunefndar SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafi haldið áfram í gær eru forsvarsmenn verkalýðsfélaganna ekki bjartsýnir á lausn deilunnar í bráð. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ríkissáttasemjara vilja halda fólki að verki í viðræðunum meðan enn sé um eitthvað að tala og gerir ráð fyrir því að fundað verði inn í helgina. Allar líkur séu hins vegar á að verkfallsaðgerðir haldi áfram eftir helgi. Stéttarfélögin stóðu fyrir mótmælum fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun, en þar áréttaði Árni Stefán líka að ekkert væri í hendi um lausn þótt viðræður væru hafnar við ríkið á ný. „Og væntanlega langar og strangar viðræður fram undan og við vitum í sjálfu sér ekkert hvernig það endar.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi fyrir fundinn við fjölmiðla. Hann segir stöðuna sem upp sé komin með verkfallsaðgerðum SFR og SLFÍ vera tekna mjög alvarlega. Ríkið sé af fullri alvöru í samningaviðræðum. Þá séu engar fyrirætlanir uppi um að setja lög á verfallið. „Við erum með samtal í gangi sem við höfum trú á að geti leitt til niðurstöðu sem allir geti unað við,“ segir hann.Árni Stefán Jónsson formaður SFRFélögin þrjú sem saman eiga í viðræðum við ríkið leggja áherslu á að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn, svo sem kennarar og læknar, auk hjúkrunarfræðinga og félagsfólks BHM. Bjarni segir hægt að sýna því ákveðinn skilning að stéttarfélög komi fram með kröfur sem vísi í fyrri samninga. „En það hefur verið vandamálið í þessari samningalotu, sem hefur staðið kannski frá því í fyrra, að það er engin samstaða milli félaganna sem koma til viðræðna við ríkið um það á hvað eigi að leggja áherslu annað en að allir vilja fá margra tuga prósenta hækkun.“ Vanda ríkisins segir Bjarni liggja í að vilja á sama tíma vinna að stöðugleika og afstýra því að verðbólga taki við sér og vextir hækki. Lögð sé áhersla á að koma í veg fyrir aðra lotu hækkana eins og þeirra sem gengið hafi yfir með endurskoðun á verklaginu við samningagerðina og samkomulagi um endurbætur á lífeyriskerfinu. Tími sé til kominn að botna þá umræðu. „Þetta viljum við ræða um leið og við lokum þessari samningalotu um kjarasamninga til næstu ára.“ Skammar LandlæknisembættiðKristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir stöðuna grafalvarlega í kjaradeilu SLFÍ, SFR og LL við ríkið. Hún flutti ræðu á tröppum Stjórnarráðsins í gær. Hún sagði komið hafa í ljós á þessum fyrstu tveimur dögum verkfallsaðgerða SFR og SLFÍ að allt logaði í vandamálum hjá ríkisstofnunum landsins, sér í lagi á Landspítalanum. Landlæknir tali svo á fyrsta degi verkfalls um að setja þurfi lög á verkfallið. „Í staðinn fyrir það að hann myndi nú beita sér fyrir því að þetta sýndi það og sannaði að það þurfi að fjölga ríkisstarfsmönnum sem starfa á sjúkrahúsum.“ Kristín sagðist líta á það sem kvenfyrirlitning að þegar kvennastéttir séu í verkfalli viðri embættið þessa skoðun en ekki hafi frá því heyrst bofs á meðan læknar voru í verkfalli. Í reglulegum pistli forstjóra Landspítalans á vef spítalans í gær kemur fram að veruleg skerðing sé á allri starfsemi spítalans. „Sýnilegra áhrifa gætir einna helst á skipulögðum aðgerðum og meðferðum, sem enn er frestað nema þeim sem teljast bráðar eða brýnar,“ segir hann þar. Öll regluleg starfsemi, svo sem virknimeðferðir fyrir langveika, sé takmörkuð, þjónusta á dag- og göngudeildum sé skert sem og endurhæfing á Grensás. „Dregið hefur verið úr opnum legurýmum á bráðadeildum og töldu þau um 50 á skurðdeildum og fyrir liggur að flæði sjúklinga á spítalanum verður þungt, haldi fram sem horfir.“
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira