ADHD er eiginleiki 17. október 2015 10:00 Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur!
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar