Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 14:04 Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15
Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14