SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Karl Lúðvíksson skrifar 28. október 2015 16:44 Mynd: www.svfr.is Uppskeruhátíð Veiðimannsins fer fram í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 29. október milli kl. 20-24. Á hátíðinni munu veiðimenn fagna frábæru veiðisumri saman, segja sögur og hafa gaman. SVFR hvetur veiðimenn til að deila skemmtilegum veiðimyndum frá sumrinu á uppskeruhátíðinni en besta myndin verður valin og hlýtur að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Sendu okkur mynd á netfang ritstjóra Veiðimannsins,[email protected], segðu okkur hver er á myndinni , hvar hann var að veiða og hvað fiskurinn tók. Veiðilegustu myndirnar verða birtar í jólablaði Veiðimannsins sem kemur út í desember. Hver er stórlax ársins 2015?Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíðinni en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur veiðimenn til að sleppa stórlöxum sem þeir veiða til að efla stofn þeirra en veiðimönnum sem leggja stund á veiða og sleppa á Íslandi fer fjölgandi. Stærsti lax sem veiddist á svæðum SVFR veiðisumarið 2015 kom úr Haukadalsá og var 102 cm en allir þeir sem slepptu stórlaxi á svæðum SVFR í sumar koma til greina sem stórlax árins! Sá sem hreppir hnossið fær að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur alla veiðimenn til að mæta á uppskeruhátíð Veiðimannsins og gera veiðisumarið upp á léttu nótunum í góðum félaxskap. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Uppskeruhátíð Veiðimannsins fer fram í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 29. október milli kl. 20-24. Á hátíðinni munu veiðimenn fagna frábæru veiðisumri saman, segja sögur og hafa gaman. SVFR hvetur veiðimenn til að deila skemmtilegum veiðimyndum frá sumrinu á uppskeruhátíðinni en besta myndin verður valin og hlýtur að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Sendu okkur mynd á netfang ritstjóra Veiðimannsins,[email protected], segðu okkur hver er á myndinni , hvar hann var að veiða og hvað fiskurinn tók. Veiðilegustu myndirnar verða birtar í jólablaði Veiðimannsins sem kemur út í desember. Hver er stórlax ársins 2015?Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíðinni en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur veiðimenn til að sleppa stórlöxum sem þeir veiða til að efla stofn þeirra en veiðimönnum sem leggja stund á veiða og sleppa á Íslandi fer fjölgandi. Stærsti lax sem veiddist á svæðum SVFR veiðisumarið 2015 kom úr Haukadalsá og var 102 cm en allir þeir sem slepptu stórlaxi á svæðum SVFR í sumar koma til greina sem stórlax árins! Sá sem hreppir hnossið fær að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur alla veiðimenn til að mæta á uppskeruhátíð Veiðimannsins og gera veiðisumarið upp á léttu nótunum í góðum félaxskap.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði