Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2015 16:03 Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins