Lagið vann Bieber ásamt Skrillex og Blood Diamonds en þetta er annað lagið sem hann vinnur með þeim fyrrnefnda á árinu. Skrillex myndar nefnilega dúettinn Jack Ü ásamt Diplo en Jack Ü gaf út lagið Where are you now? fyrr á árinu þar sem Bieber sá um sönginn.
Myndbandið við lagið inniheldur engin tæki eða græjur heldur aðeins fjölda stúlkna að dansa við það hver á sinn hátt. Ekkert fer fyrir íslenskum áhrifum í laginu eða myndbandinu en sem kunnugt er heimsótti tónlistarmaðurinn Ísland í síðasta mánuði.
Myndbandið við Sorry má sjá hér að neðan.