Skriður en engin lausn Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. október 2015 09:00 Viðræðunefnd SFR, SLFÍ og LL hjá ríkissáttasemjara. vísir/gva Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fleiri fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Sjá meira
Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fleiri fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Sjá meira
Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00
Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42
Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00