Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2015 09:15 Ekkert varð úr tálbeituaðgerð lögreglu þegar ákveðið var að handtaka Íslending sem sótti ætluð fíkniefni á Hótel Frón á Laugavegi. Þó hafði verið planið að fylgja efnunum og manninum eftir. Vísir Enginn vill bera ábyrgð á því að tálbeituaðgerð lögreglu í einu umsvifamesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar fór út um þúfur. Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. Þeir sem stóðu að innflutningnum virðast lausir allra mála þrátt fyrir að lögregla virðist hafa haft kjörið tækifæri til að anda hressilega ofan í hálsmálið á þeim. Megintilgangur aðgerðarinnar, að elta efnin til höfuðpauranna, varð að engu þegar lögregla handtók Íslending sem hafði sótt efnin.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/ValliÞyngsti fíkniefnadómur Íslandssögunnar Málið hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum eftir að dómur féll í héraði þann 8. október. Sitt sýnist hverjum um lengd dómsins þótt öllum megi verða ljóst að dómarar séu komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum fyrst burðardýr fá ellefu ára fangelsi þegar hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ár. Ekki hefur fallið þyngri dómur í fíkniefnamáli hér á landi. Verjendur hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar en verði hann staðfestur verður hann sá þyngsti í Íslandssögunni, og þann dóm fær burðardýr. Þá hefur athyglinni verið beint að hollensku móðurinni sem játaði brot sitt að hluta, nafngreindi skipuleggjendur í Hollandi og fylgdi skipunum lögreglu í fyrrnefndri tálbeituaðgerð sem fór svo út um þúfur. Hvers vegna var efnunum ekki fylgt eftir eins og lagt var upp með? Vísir hefur leitað svara en embættismenn lögreglu gefa ekkert uppi. Menn benda hver á annan og enginn axlar ábyrgð.Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins á föstudaginn langa 3. apríl.vísir/andri marinóHandtaka í stað eftirfarar Málið hefst í Leifsstöð við komu hollenskra mæðgna til landsins síðdegis föstudaginn 3. apríl, föstudaginn langa. Leifsstöð er í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum sem þýðir að málið heyrði undir embættið. Gríðarlega mikið magn fíkniefna fannst í tveimur ferðatöskum og ljóst að málið var umfangsmikið. Óskað var eftir samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins en málið sem slíkt var þó enn á forræði lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fram kom við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness að konan var fús til samvinnu allt frá byrjun sem er ekki alltaf tilfellið í málum sem þessum. Hún átti bókað flug frá landinu á mánudeginum. Í hönd fór helgi þar sem lögregla beið þess að haft yrði samband við móðurina en ekkert gerðist fyrr en eftir helgina. Þriðjudaginn 7. apríl fékk lögregla úrskurð hjá héraðsdómi sem veitti lögreglu heimild til að notast við hljóðritunar- og eftirfararbúnað þar sem taldar voru líkur á að afhending myndi eiga sér stað. Þetta staðfestir Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, löglærður fulltrúi hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Maðurinn sótti efnin til konunnar Hótel Frón í Reykjavík. Þar var hann handtekinn.vísir/stefánSagðist eiga að fara með efnin á Grand hótel Afhendingin fór fram þennan þriðjudag á Hótel Frón við Laugaveg í Reykjavík. Lögregla hafði þá skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og auk þess komið fyrrnefndum hljóðritunar- og eftirfararbúnaði fyrir í töskunum. Markmið lögreglu var því augljóslega að fylgja þeim eftir sem myndi sækja efnin í þeim tilgangi að nálgast skipuleggjendur innflutningsins. Ekkert bendir til annars en að móðirin hafi farið í einu og öllu eftir tilmælum lögreglu. Bæði saksóknari og verjandi konunnar voru sammála um það fyrir dómi. Íslendingurinn mætti á svæðið, hringdi í móðurina sem fór út með töskurnar tvær og afhenti honum. Töskurnar voru komnar upp í bílinn sem Íslendingurinn ók. Fyrir dómi sagðist hann hafa átt að aka á Grand hótel þar sem hann átti að afhenda töskurnar og fá 300 þúsund króna greiðslu til viðbótar. Hann ók hins vegar aldrei af stað þar sem hann var handtekinn. Hvers vegna? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað og neita lögregluyfirvöld að svara fyrir málið og axla ábyrgð.Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi.visir/ernir„Tæknilegir örðugleikar“ Rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tók þátt í að skipta út fíkniefnunum fyrir gerviefni og fyrrnefndan búnað á Hótel Fróni, var fyrir dómi spurður út í ástæðu þess að maðurinn var handtekinn. „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. Þegar verjendur spurðu í hverju þessir „tæknilegu örðugleikar“ fólust sagði dómarinn í málinu, Ástríður Grímsdóttir, að rannsóknarlögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Aðspurður í hverju almannahættan var fólgin sagði lögreglumaðurinn: „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni.“ Hins vegar liggur ljóst fyrir að engin ólögleg efni voru í töskunum þótt Íslendingurinn hafi talið svo vera. Því er óskýrt hvers vegna almannahætta skapaðist þegar Íslendingurinn var kominn með gerviefni í bílinn, eins og rannsóknarlögreglumaðurinn hélt fram fyrir dómi. Markmið lögreglu var allan tímann að fylgja Íslendingunum og gerviefnunum eftir.Maðurinn var handtekinn fyrir utan Hótel Frón.Fengu handtökuskipun með mjög stuttum fyrirvaraLögreglumaður úr sérsveit sem handtók Íslendinginn eftir að töskurnar voru komnar í bílinn kom sömuleiðis fyrir dóm. Hann sagði aðspurður fyrir dómi að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaur í máli sem þessu. Eftir á að hyggja hefði kannski átt að fylgja efnunum eftir á áfangastað. Handtökuskipun hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagðist lögreglumaðurinn ekki hafa haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Sérsveitarmennirnir hefðu ekki sjálfir getað tekið ákvörðun um að láta Íslendinginn fara af stað með efnin.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.„Ekki benda á mig“ Þótt málið hafi verið á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum voru það lögregluyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu sem skipulögðu og höfðu umsjón með aðgerðinni við Hótel Frón. Hvergi fæst útskýring á því hvers vegna handtökuskipun var gefin í stað þess að fylgja efnunum eftir. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, neitar alfarið að tjá sig um aðgerðina umræddan þriðjudag. „Þetta er óskaplega einfalt. Málið er á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Friðrik Smári. Aðspurður hvort aðgerðin hafi ekki verið á ábyrgð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þótt málið heyri undir lögregluna á Suðurnesjum vísar Friðrik í fyrra svar og ætli því ekki að tjá sig um málið.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist líkt og Friðrik ekki ætla að tjá sig um málið.Tækifæri úr sögunni Telja má með ólíkindum að enginn sé tilbúinn að bera ábyrgð á skrýtinni atburðarás í lögregluaðgerð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Embætti benda hvort á annað og engin svör að fá. Hvers vegna var gefin handtökuskipun þegar fyrir lá að markmiðið var að elta sendinguna? Tækifæri til að nálgast höfuðpaura í innflutningi á fíkniefnum sem framleiða mátti 85 þúsund e-töflur er í það minnsta úr sögunni. Að neðan má sjá tímalínu málsins, frá því mæðgurnar voru handteknar í Leifsstöð í apríl og þar til dómur féll í héraði nú í október. Þá má kynna sér dóminn í heild sinni á vefsíðu héraðsdóms, sjá hér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Burðardýr sem fari á milli Hollands og Íslands valin vandlega Hollensk kona sem afplánar ellefu ára dóm fyrir fíkniefnasmygl hingað til lands segir burðardýr valin vandlega til að flytja fíkniefni hingað til lands frá Hollandi. Neyð hennar hafi verið nýtt með skipulegum hætti og farið með hana í prufuferð til að sýna fram á hvað auðvelt væri að smygla efnum milli landanna. 14. október 2015 19:00 Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim. 14. október 2015 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Enginn vill bera ábyrgð á því að tálbeituaðgerð lögreglu í einu umsvifamesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar fór út um þúfur. Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. Þeir sem stóðu að innflutningnum virðast lausir allra mála þrátt fyrir að lögregla virðist hafa haft kjörið tækifæri til að anda hressilega ofan í hálsmálið á þeim. Megintilgangur aðgerðarinnar, að elta efnin til höfuðpauranna, varð að engu þegar lögregla handtók Íslending sem hafði sótt efnin.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/ValliÞyngsti fíkniefnadómur Íslandssögunnar Málið hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum eftir að dómur féll í héraði þann 8. október. Sitt sýnist hverjum um lengd dómsins þótt öllum megi verða ljóst að dómarar séu komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum fyrst burðardýr fá ellefu ára fangelsi þegar hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ár. Ekki hefur fallið þyngri dómur í fíkniefnamáli hér á landi. Verjendur hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar en verði hann staðfestur verður hann sá þyngsti í Íslandssögunni, og þann dóm fær burðardýr. Þá hefur athyglinni verið beint að hollensku móðurinni sem játaði brot sitt að hluta, nafngreindi skipuleggjendur í Hollandi og fylgdi skipunum lögreglu í fyrrnefndri tálbeituaðgerð sem fór svo út um þúfur. Hvers vegna var efnunum ekki fylgt eftir eins og lagt var upp með? Vísir hefur leitað svara en embættismenn lögreglu gefa ekkert uppi. Menn benda hver á annan og enginn axlar ábyrgð.Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins á föstudaginn langa 3. apríl.vísir/andri marinóHandtaka í stað eftirfarar Málið hefst í Leifsstöð við komu hollenskra mæðgna til landsins síðdegis föstudaginn 3. apríl, föstudaginn langa. Leifsstöð er í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum sem þýðir að málið heyrði undir embættið. Gríðarlega mikið magn fíkniefna fannst í tveimur ferðatöskum og ljóst að málið var umfangsmikið. Óskað var eftir samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins en málið sem slíkt var þó enn á forræði lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fram kom við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness að konan var fús til samvinnu allt frá byrjun sem er ekki alltaf tilfellið í málum sem þessum. Hún átti bókað flug frá landinu á mánudeginum. Í hönd fór helgi þar sem lögregla beið þess að haft yrði samband við móðurina en ekkert gerðist fyrr en eftir helgina. Þriðjudaginn 7. apríl fékk lögregla úrskurð hjá héraðsdómi sem veitti lögreglu heimild til að notast við hljóðritunar- og eftirfararbúnað þar sem taldar voru líkur á að afhending myndi eiga sér stað. Þetta staðfestir Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, löglærður fulltrúi hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Maðurinn sótti efnin til konunnar Hótel Frón í Reykjavík. Þar var hann handtekinn.vísir/stefánSagðist eiga að fara með efnin á Grand hótel Afhendingin fór fram þennan þriðjudag á Hótel Frón við Laugaveg í Reykjavík. Lögregla hafði þá skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og auk þess komið fyrrnefndum hljóðritunar- og eftirfararbúnaði fyrir í töskunum. Markmið lögreglu var því augljóslega að fylgja þeim eftir sem myndi sækja efnin í þeim tilgangi að nálgast skipuleggjendur innflutningsins. Ekkert bendir til annars en að móðirin hafi farið í einu og öllu eftir tilmælum lögreglu. Bæði saksóknari og verjandi konunnar voru sammála um það fyrir dómi. Íslendingurinn mætti á svæðið, hringdi í móðurina sem fór út með töskurnar tvær og afhenti honum. Töskurnar voru komnar upp í bílinn sem Íslendingurinn ók. Fyrir dómi sagðist hann hafa átt að aka á Grand hótel þar sem hann átti að afhenda töskurnar og fá 300 þúsund króna greiðslu til viðbótar. Hann ók hins vegar aldrei af stað þar sem hann var handtekinn. Hvers vegna? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað og neita lögregluyfirvöld að svara fyrir málið og axla ábyrgð.Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi.visir/ernir„Tæknilegir örðugleikar“ Rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tók þátt í að skipta út fíkniefnunum fyrir gerviefni og fyrrnefndan búnað á Hótel Fróni, var fyrir dómi spurður út í ástæðu þess að maðurinn var handtekinn. „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. Þegar verjendur spurðu í hverju þessir „tæknilegu örðugleikar“ fólust sagði dómarinn í málinu, Ástríður Grímsdóttir, að rannsóknarlögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Aðspurður í hverju almannahættan var fólgin sagði lögreglumaðurinn: „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni.“ Hins vegar liggur ljóst fyrir að engin ólögleg efni voru í töskunum þótt Íslendingurinn hafi talið svo vera. Því er óskýrt hvers vegna almannahætta skapaðist þegar Íslendingurinn var kominn með gerviefni í bílinn, eins og rannsóknarlögreglumaðurinn hélt fram fyrir dómi. Markmið lögreglu var allan tímann að fylgja Íslendingunum og gerviefnunum eftir.Maðurinn var handtekinn fyrir utan Hótel Frón.Fengu handtökuskipun með mjög stuttum fyrirvaraLögreglumaður úr sérsveit sem handtók Íslendinginn eftir að töskurnar voru komnar í bílinn kom sömuleiðis fyrir dóm. Hann sagði aðspurður fyrir dómi að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaur í máli sem þessu. Eftir á að hyggja hefði kannski átt að fylgja efnunum eftir á áfangastað. Handtökuskipun hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagðist lögreglumaðurinn ekki hafa haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Sérsveitarmennirnir hefðu ekki sjálfir getað tekið ákvörðun um að láta Íslendinginn fara af stað með efnin.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.„Ekki benda á mig“ Þótt málið hafi verið á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum voru það lögregluyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu sem skipulögðu og höfðu umsjón með aðgerðinni við Hótel Frón. Hvergi fæst útskýring á því hvers vegna handtökuskipun var gefin í stað þess að fylgja efnunum eftir. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, neitar alfarið að tjá sig um aðgerðina umræddan þriðjudag. „Þetta er óskaplega einfalt. Málið er á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Friðrik Smári. Aðspurður hvort aðgerðin hafi ekki verið á ábyrgð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þótt málið heyri undir lögregluna á Suðurnesjum vísar Friðrik í fyrra svar og ætli því ekki að tjá sig um málið.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist líkt og Friðrik ekki ætla að tjá sig um málið.Tækifæri úr sögunni Telja má með ólíkindum að enginn sé tilbúinn að bera ábyrgð á skrýtinni atburðarás í lögregluaðgerð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Embætti benda hvort á annað og engin svör að fá. Hvers vegna var gefin handtökuskipun þegar fyrir lá að markmiðið var að elta sendinguna? Tækifæri til að nálgast höfuðpaura í innflutningi á fíkniefnum sem framleiða mátti 85 þúsund e-töflur er í það minnsta úr sögunni. Að neðan má sjá tímalínu málsins, frá því mæðgurnar voru handteknar í Leifsstöð í apríl og þar til dómur féll í héraði nú í október. Þá má kynna sér dóminn í heild sinni á vefsíðu héraðsdóms, sjá hér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Burðardýr sem fari á milli Hollands og Íslands valin vandlega Hollensk kona sem afplánar ellefu ára dóm fyrir fíkniefnasmygl hingað til lands segir burðardýr valin vandlega til að flytja fíkniefni hingað til lands frá Hollandi. Neyð hennar hafi verið nýtt með skipulegum hætti og farið með hana í prufuferð til að sýna fram á hvað auðvelt væri að smygla efnum milli landanna. 14. október 2015 19:00 Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim. 14. október 2015 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Burðardýr sem fari á milli Hollands og Íslands valin vandlega Hollensk kona sem afplánar ellefu ára dóm fyrir fíkniefnasmygl hingað til lands segir burðardýr valin vandlega til að flytja fíkniefni hingað til lands frá Hollandi. Neyð hennar hafi verið nýtt með skipulegum hætti og farið með hana í prufuferð til að sýna fram á hvað auðvelt væri að smygla efnum milli landanna. 14. október 2015 19:00
Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47
Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim. 14. október 2015 07:00