Mannréttindi brotin á eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Sjá meira
Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun