Fullt af nýjum nöfnum á Sónar: Páll Óskar treður upp Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2015 10:17 Páll Óskar kemur fram á Sónar. VÍSIR/ANÍTA BJÖRK JÓHANNSDÓTTIR/LÁRUS SIGURÐARSON Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn dagana 18.-20. febrúar næstkomandi. Hátíðin mun fara fram á fimm sviðum í Hörpu, meðal annars í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Alls munu rúmlega 70 hljómsveitir og plötusnúðar koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa nú tilkynnt fleiri listamenn sem koma fram í Hörpu í upphafi næsta árs og verður greinilega mikill fjölbreytileiki við völd. Til að mynda mun Pál Óskar Hjálmtýsson verða meðal þeirra innlendu listamanna sem koma mun fram á einu af stærri sviðum hátíðarinnar með sérútbúið show fyrir Sónar Reykjavík 2016. Þetta er í fyrsta sinn sem Páll Óskar kemur fram á tónleikahátíð sem þessari á Íslandi. Mun hann meðal annars frumflytja nýtt efni. „Fyrst og fremst hlakka ég bara til að koma með sérhannað show á Sónar Reykjavík,“ segir Páll Óskar. Einnig má nefna; Þýska danstónlistarstirnið Boys Noise (DE), rapparinn Angel Haze (US) frá Detroit í Bandaríkjunum, Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) og danska teknó drottningin Courtsey (DK) eru meðal þeirra erlendu listamanna sem nú bætast við dagskrá Sónar Reykjavík 2016. Kiasmos dúó Ólafs Arnalds og Janus Rasmussen snýr aftur á Sónar Reykjavík eftir margrómaða tónleika sína á fyrstu Sónar hátíðinni hérlendis árið 2013 og hafa leikið á tónleikum um allan heim síðustu tvö ár, President Bongo fyrrum meðlimur GusGus sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu Serengeti kemur fram á hátíðinni í febrúar ásamt Emotional Carpenters sem og ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi undanfarið ár; Bjarki. Aðrir sem bætist við dagskrá Sónar Reykjavík 2016 eru; Ben UFO (UK), Lone (UK), Eloq (DK), Unkwon or DJ E.D.D.E.H. (DK), GKR, Karó, DJ Katla, Tandri & Julia Ruslanova og Intr0beatz. Í október var tilkynnt að eftirfarandi listamenn kæmu fram á Sónar; Hudson Mohawke (UK), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Oneothrix Point Never (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quarted, Sturla Atlas, Gangly, Vaginaboys og Skeng.Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár. Sónar Tengdar fréttir Fyrstu nöfn tilkynnt fyrir Sónar Reykjavík 2016 Hudson Mohawke, Squarepusher, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet og fleiri. 15. október 2015 14:09 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn dagana 18.-20. febrúar næstkomandi. Hátíðin mun fara fram á fimm sviðum í Hörpu, meðal annars í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Alls munu rúmlega 70 hljómsveitir og plötusnúðar koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa nú tilkynnt fleiri listamenn sem koma fram í Hörpu í upphafi næsta árs og verður greinilega mikill fjölbreytileiki við völd. Til að mynda mun Pál Óskar Hjálmtýsson verða meðal þeirra innlendu listamanna sem koma mun fram á einu af stærri sviðum hátíðarinnar með sérútbúið show fyrir Sónar Reykjavík 2016. Þetta er í fyrsta sinn sem Páll Óskar kemur fram á tónleikahátíð sem þessari á Íslandi. Mun hann meðal annars frumflytja nýtt efni. „Fyrst og fremst hlakka ég bara til að koma með sérhannað show á Sónar Reykjavík,“ segir Páll Óskar. Einnig má nefna; Þýska danstónlistarstirnið Boys Noise (DE), rapparinn Angel Haze (US) frá Detroit í Bandaríkjunum, Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) og danska teknó drottningin Courtsey (DK) eru meðal þeirra erlendu listamanna sem nú bætast við dagskrá Sónar Reykjavík 2016. Kiasmos dúó Ólafs Arnalds og Janus Rasmussen snýr aftur á Sónar Reykjavík eftir margrómaða tónleika sína á fyrstu Sónar hátíðinni hérlendis árið 2013 og hafa leikið á tónleikum um allan heim síðustu tvö ár, President Bongo fyrrum meðlimur GusGus sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu Serengeti kemur fram á hátíðinni í febrúar ásamt Emotional Carpenters sem og ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi undanfarið ár; Bjarki. Aðrir sem bætist við dagskrá Sónar Reykjavík 2016 eru; Ben UFO (UK), Lone (UK), Eloq (DK), Unkwon or DJ E.D.D.E.H. (DK), GKR, Karó, DJ Katla, Tandri & Julia Ruslanova og Intr0beatz. Í október var tilkynnt að eftirfarandi listamenn kæmu fram á Sónar; Hudson Mohawke (UK), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Oneothrix Point Never (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quarted, Sturla Atlas, Gangly, Vaginaboys og Skeng.Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár.
Sónar Tengdar fréttir Fyrstu nöfn tilkynnt fyrir Sónar Reykjavík 2016 Hudson Mohawke, Squarepusher, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet og fleiri. 15. október 2015 14:09 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fyrstu nöfn tilkynnt fyrir Sónar Reykjavík 2016 Hudson Mohawke, Squarepusher, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet og fleiri. 15. október 2015 14:09