Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 15:45 Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur stilla sér upp á æfingu landsliðsins í vikunni. vísir/stefán Mikið og gott systraþema er í kvennalandsliðinu í körfubolta fyrir komandi átök í undankeppni EM 2017. Fjórar systur eru í hópnum sem mætir Ungverjalandi í fyrsta leik á laugardaginn og Slóvakíu í Höllinni fjórum dögum síðar. Tvær af systurunum fjórum koma úr Stykkishólmi og eru Íslandsmeistarar með Snæfelli. Það eru þær Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. Berglind er nýliði í hópnum og Gunnhildur fagnar því að fá tækifæri til að æfa og spila oftar með systur sinni.Sjá einnig:Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands „Þetta er bara geggjað. Það er frábært að fá tækifæri til að spila saman fyrir landsliðið,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og Berglind tekur undir orð systur sinnar: „Þetta er bara geðveikt. Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin inn í þennan hóp og bara enn þá meira gaman að hafa systur sína með sér á æfingum,“ segir Berglind. Ungverjar og Slóvakar eru með virkilega góð körfuboltalið og voru á síðasta Evrópumóti. Þau ætla sér aftur á EM eftir tvö ár og eiga stelpurnar okkar því erfiða leiki fyrir höndum. „Þetta er verðugt verkefni og verður erfitt. Við þurfum að sýna eins mikla baráttu og við höfum Það þýðir ekkert annað þannig við mætum með höfuðið hátt og gerum eins vel og við getum,“ segir Gunnhildur og Berglind bætir við:Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu „Þó þær séu miklu stærri er hjartað í okkur risastórt þannig ég held að baráttan sé aðalatriðið og svo bara hafa sjálfstraustið í botni og kýla á þetta. Það er ekkert að hræðast. Þetta er bara skemmtilegt verkefni.“ Aðspurð um helstu eiginlega systur sinnar segir Gunnhildur: „Það er baráttan, “ en hvað segir Berglind um eldri systur sína? „Hún er svo rosalega snögg og fáránlega góð skytta. Svo er það baráttan. Hún kastar sér í alla bolta og þannig á þetta að vera.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Mikið og gott systraþema er í kvennalandsliðinu í körfubolta fyrir komandi átök í undankeppni EM 2017. Fjórar systur eru í hópnum sem mætir Ungverjalandi í fyrsta leik á laugardaginn og Slóvakíu í Höllinni fjórum dögum síðar. Tvær af systurunum fjórum koma úr Stykkishólmi og eru Íslandsmeistarar með Snæfelli. Það eru þær Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. Berglind er nýliði í hópnum og Gunnhildur fagnar því að fá tækifæri til að æfa og spila oftar með systur sinni.Sjá einnig:Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands „Þetta er bara geggjað. Það er frábært að fá tækifæri til að spila saman fyrir landsliðið,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og Berglind tekur undir orð systur sinnar: „Þetta er bara geðveikt. Það er ótrúlega skemmtilegt að vera komin inn í þennan hóp og bara enn þá meira gaman að hafa systur sína með sér á æfingum,“ segir Berglind. Ungverjar og Slóvakar eru með virkilega góð körfuboltalið og voru á síðasta Evrópumóti. Þau ætla sér aftur á EM eftir tvö ár og eiga stelpurnar okkar því erfiða leiki fyrir höndum. „Þetta er verðugt verkefni og verður erfitt. Við þurfum að sýna eins mikla baráttu og við höfum Það þýðir ekkert annað þannig við mætum með höfuðið hátt og gerum eins vel og við getum,“ segir Gunnhildur og Berglind bætir við:Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu „Þó þær séu miklu stærri er hjartað í okkur risastórt þannig ég held að baráttan sé aðalatriðið og svo bara hafa sjálfstraustið í botni og kýla á þetta. Það er ekkert að hræðast. Þetta er bara skemmtilegt verkefni.“ Aðspurð um helstu eiginlega systur sinnar segir Gunnhildur: „Það er baráttan, “ en hvað segir Berglind um eldri systur sína? „Hún er svo rosalega snögg og fáránlega góð skytta. Svo er það baráttan. Hún kastar sér í alla bolta og þannig á þetta að vera.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira