Enginn einhugur um takmörkun umferðar í miðborg Reykjavíkur Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira