Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 11:23 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson í dómsal. vísir/anton brink Aðalmeðferð í Stím-málinu lýkur í dag með málflutningi verjanda Jóhannesar Baldurssonar og verjanda Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar. Í gær fluttu saksóknari og verjandi Lárusar Welding mál sitt. Fór saksóknari fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. Lárus, sem var forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna tveggja lána sem Glitnir veitti Stím. Annars vegar er um að ræða 20 milljarða króna lán í nóvember 2007 og rúmlega 700 milljóna króna lán í janúar 2008. Verjandi Lárusar, Óttar Pálsson, fór í gær fram á sýknu yfir honum. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, í fremri röð til hægri.vísir/stefán Ólíkir framburðir lykilvitnis hjá lögreglu og fyrir dómiReimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, varði í morgun dágóðum tíma í það að fara yfir framburð lykilvitnis ákæruvaldsins í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, en hann var sjóðsstjóri fagfjárfestasjóðsins GLB FX í ágúst 2008. Sjóðurinn keypti skuldabréf af Sögu Capital á þeim tíma, en útgefandi bréfsins var Stím. Verjandinn fer fram á sýknu yfir Jóhannesi. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og yfirmaður Magnúsar Pálma, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupanna en Magnús Pálmi á að hafa keypt bréfið að undirlagi Jóhannesar. Þessu hefur Jóhannes alfarið hafnað en verjandi hans rakti meðal annars í morgun hversu ólíkir framburðir Magnúsar Pálma voru í skýrslutökum hjá lögreglu annars vegar og hins vegar fyrir dómi. Starfsmenn sérstaks saksóknara í héraðsdómi en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið.vísir/anton brink Var úti í útlöndum þegar hann á að hafa fundað með MagnúsiMagnúsi Pálma var veitt friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Út frá því má áætla að Magnús Pálmi hafi veitt lögreglu mikilvægar upplýsingar við rannsókn málsins en fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt skuldabréf Stím af Sögu Capital samkvæmt fyrirmælum frá Jóhannesi. Lýsti hann meðal annars því sem verjandi Jóhannesar kallaði í morgun „tilfinningaríkan fund“ Magnúsar með yfirmanni sínum í lok ágúst 2008. „Hann lýsir því að þetta hafi verið sérstaklega minnisstætt því þetta hafi verið eina skiptið sem þeir Jóhannes tókust á. Hann lýsir þarna nákvæmum orðaskiptum á þessum tilfinningaríka fundi og þegar maður situr og hlustar á svona ítarlega frásögn þá hugsar maður með sér: „Þetta er alveg svakalegt.“ Það sem er hins vegar ótrúlegt í þessu er að þessi frásögn er hreinn hugarburður. Minn skjólstæðingur var ekki einu sinni á Kirkjusandi. Hann var á Spáni þegar þessi atvik eiga sér stað,“ sagði Reimar í morgun. „Ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu”Hann rakti það svo hvernig Magnús Pálmi hefði ítrekað lýst því yfir í skýrslutökum hjá lögreglu að ákvörðunin um að kaupa skuldabréfið hefði alfarið verið hans eigin. Hann hefði ekki fengið nein fyrirmæli um að kaupin enda væri það ekki þannig „að það kemur einhver til þín og segir bara þú átt að gera þetta.” Framburður hans átti hins vegar eftir að taka miklum breytingum og sagði Reimar að það hefði gerst við vafasamar aðstæður þar sem lögreglan var byrjuð að snerta á viðvæmum málum hans sjálfs. Því verði að telja sönnunarbyrði framburðar hans fyrir dómi rýra. „Þá er mikilvægt að hafa í huga að Magnús Pálmi vissi nákvæmlega hvað lögreglan vildi heyra. Það var svo ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu. [...[ Þegar Magnús Pálmi kom og bauð lögreglunni upp á þennan framburð þá sátu lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem er að heyra lygasögu í fyrsta skipti,” sagði verjandinn. Að mati Reimars keypti ákæruvaldið framburð Magnúsar Pálma gegn friðhelgi þó ekki væri ljóst hversu umfangsmikil sakaruppgjöf hans væri þar sem lögreglumaður sem kom fyrir dóminn þurfti ekki að svara spurningu um það í hversu mörgum málum málum Magnús Pálmi hefur samið sig frá ákæru. Stím málið Tengdar fréttir Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu lýkur í dag með málflutningi verjanda Jóhannesar Baldurssonar og verjanda Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar. Í gær fluttu saksóknari og verjandi Lárusar Welding mál sitt. Fór saksóknari fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. Lárus, sem var forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna tveggja lána sem Glitnir veitti Stím. Annars vegar er um að ræða 20 milljarða króna lán í nóvember 2007 og rúmlega 700 milljóna króna lán í janúar 2008. Verjandi Lárusar, Óttar Pálsson, fór í gær fram á sýknu yfir honum. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, í fremri röð til hægri.vísir/stefán Ólíkir framburðir lykilvitnis hjá lögreglu og fyrir dómiReimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, varði í morgun dágóðum tíma í það að fara yfir framburð lykilvitnis ákæruvaldsins í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, en hann var sjóðsstjóri fagfjárfestasjóðsins GLB FX í ágúst 2008. Sjóðurinn keypti skuldabréf af Sögu Capital á þeim tíma, en útgefandi bréfsins var Stím. Verjandinn fer fram á sýknu yfir Jóhannesi. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og yfirmaður Magnúsar Pálma, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupanna en Magnús Pálmi á að hafa keypt bréfið að undirlagi Jóhannesar. Þessu hefur Jóhannes alfarið hafnað en verjandi hans rakti meðal annars í morgun hversu ólíkir framburðir Magnúsar Pálma voru í skýrslutökum hjá lögreglu annars vegar og hins vegar fyrir dómi. Starfsmenn sérstaks saksóknara í héraðsdómi en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið.vísir/anton brink Var úti í útlöndum þegar hann á að hafa fundað með MagnúsiMagnúsi Pálma var veitt friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Út frá því má áætla að Magnús Pálmi hafi veitt lögreglu mikilvægar upplýsingar við rannsókn málsins en fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt skuldabréf Stím af Sögu Capital samkvæmt fyrirmælum frá Jóhannesi. Lýsti hann meðal annars því sem verjandi Jóhannesar kallaði í morgun „tilfinningaríkan fund“ Magnúsar með yfirmanni sínum í lok ágúst 2008. „Hann lýsir því að þetta hafi verið sérstaklega minnisstætt því þetta hafi verið eina skiptið sem þeir Jóhannes tókust á. Hann lýsir þarna nákvæmum orðaskiptum á þessum tilfinningaríka fundi og þegar maður situr og hlustar á svona ítarlega frásögn þá hugsar maður með sér: „Þetta er alveg svakalegt.“ Það sem er hins vegar ótrúlegt í þessu er að þessi frásögn er hreinn hugarburður. Minn skjólstæðingur var ekki einu sinni á Kirkjusandi. Hann var á Spáni þegar þessi atvik eiga sér stað,“ sagði Reimar í morgun. „Ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu”Hann rakti það svo hvernig Magnús Pálmi hefði ítrekað lýst því yfir í skýrslutökum hjá lögreglu að ákvörðunin um að kaupa skuldabréfið hefði alfarið verið hans eigin. Hann hefði ekki fengið nein fyrirmæli um að kaupin enda væri það ekki þannig „að það kemur einhver til þín og segir bara þú átt að gera þetta.” Framburður hans átti hins vegar eftir að taka miklum breytingum og sagði Reimar að það hefði gerst við vafasamar aðstæður þar sem lögreglan var byrjuð að snerta á viðvæmum málum hans sjálfs. Því verði að telja sönnunarbyrði framburðar hans fyrir dómi rýra. „Þá er mikilvægt að hafa í huga að Magnús Pálmi vissi nákvæmlega hvað lögreglan vildi heyra. Það var svo ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu. [...[ Þegar Magnús Pálmi kom og bauð lögreglunni upp á þennan framburð þá sátu lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem er að heyra lygasögu í fyrsta skipti,” sagði verjandinn. Að mati Reimars keypti ákæruvaldið framburð Magnúsar Pálma gegn friðhelgi þó ekki væri ljóst hversu umfangsmikil sakaruppgjöf hans væri þar sem lögreglumaður sem kom fyrir dóminn þurfti ekki að svara spurningu um það í hversu mörgum málum málum Magnús Pálmi hefur samið sig frá ákæru.
Stím málið Tengdar fréttir Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00