Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2015 12:29 Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15