Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 20:01 Jóhannes Baldursson Vísir/Anton Jóhannes Baldursson, einn sakborninga í Stím-málinu, gaf seinastur skýrslu í málinu í dag. Hann kom fyrir dóminn á mánudag en neitaði að tjá sig um málið þá og kvaðst ætla að gera það síðar. Jóhannes er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa á skuldabréfi sem útgefið var af Stím en seljandi bréfsins var fjárfestingabankinn Saga Capital. Skuldabréfið var upphaflega lánssamningur milli Sögu og Stím en bankinn lánaði félaginu einn milljarð króna í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Þá var Saga Capital jafnframt hluthafi í félaginu. Lykilvitni ákæruvaldsins í málinu gegn Jóhannesi er Magnús Pálmi Örnólfsson en hann var undirmaður Jóhannesar hjá Glitni. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í málinu en hann keypti umrætt skuldabréf af Sögu fyrir gjaldeyrissjóðinn GLB FX. Samkvæmt ákæru var það að undirlagi Jóhannesar en því hafnaði hann alfarið fyrir dómi í dag.Hefði ekki dottið í hug að segja Magnúsi Pálma fyrir verkum„Ég er hafður fyrir rangri sök. Ég er ákærður fyrir að hafa gefið Magnúsi Pálma fyrirmæli um að kaupa skuldabréfið. Ég gaf honum aldrei nein slík fyrirmæli. Ég bar vissulega orð milli kaupanda og seljanda eins og hver annar miðlari [...]. Magnús Pálmi var yfirmaður einingar sem hét FX Advisory og stýrði fjárfestingum til GLB FX. Mér hefði aldrei dottið í hug að segja honum hvernig hann ætti að fjárfesta og ég var í raun í engri stöðu til að segja honum fyrir verkum. [...] Þetta hefur verið mín frásögn frá upphafi og hún hefur aldrei breyst,” sagði Jóhannes í ræðu sem hann hélt áður en saksóknari og verjendur tóku til við að spyrja hann. Hann fór svo hörðum orðum um vinnubrögð sérstaks saksóknara við rannsókn málsins og takmarkaðan aðgang sinn að gögnum vegna málsins. Gerði hann meðal annars að umtalsefni símtölum sem rannsakendur eyddu og Jóhannes telur að hafi mögulega getað sannað sakleysi hans. Sagði hann í ræðu sinni að í símtölunum hafi Magnús Pálmi meðal annars rætt skuldabréfakaupin eins og þau hafi verið hans hugmynd.Sagði ákvörðun ákæruvaldsins óskiljanlega„Lögreglan hefur viðurkennt að í þessum símtölum hafi komið fram mikilvægar upplýsingar fyrir rannsókn málsins. Samt sem áður hefur þeim öllum verið eytt. Ég er gríðarlega hugsi yfir þessu öllu. Er staðan virkilega sú að menn sem eru ákærðir þurfa að una því að hafa lítinn sem engan aðganga að gögnum sem sýna sakleysi og að mögulegum gögnum sem sýna sakleysi sé eytt.” Þá sagði Jóhannes ákvörðun ákæruvaldsins „að kaupa sakbendingu” Magnúsar óskiljanlega en að ákvörðun vitnisins hafi verið skiljanleg. Magnús hafi meðal annars lýst því sjálfur fyrir dómi að hann hafi verið kominn upp við vegg. Þá hafi hann jafnframt vitað nákvæmlega hvað lögreglan vildi heyra en augljóst var að Jóhannes gaf lítið fyrir framburð Magnúsar. „Hann spilaði með lögregluna. Lögreglan lét hafa sig að fífli. [...] Lögreglan hefur unnið að því statt og stöðugt að koma í veg fyrir að málið verði upplýst. Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið. Kannski vildi hann koma í veg fyrir það að Saga Capital kæmist að því hvað var í gangi í skuldastýringu Stím? Kannski vildi hann geta ráðstafað hagnaði Stím af skuldastýringunni til að moka yfir tap annars staðar, nú eða deila honum til vina sinna.” Stím málið Tengdar fréttir Lögreglumaður hjá sérstökum þarf ekki að svara spurningu um uppljóstrarann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðdóms Reykjavíkur frá því í gær í Stím-málinu varðandi spurningu sem verjandi Jóhannesar Baldurssonar, vildi bera upp við Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann hjá sérstökum saksóknara. 20. nóvember 2015 11:48 Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Jóhannes Baldursson, einn sakborninga í Stím-málinu, gaf seinastur skýrslu í málinu í dag. Hann kom fyrir dóminn á mánudag en neitaði að tjá sig um málið þá og kvaðst ætla að gera það síðar. Jóhannes er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa á skuldabréfi sem útgefið var af Stím en seljandi bréfsins var fjárfestingabankinn Saga Capital. Skuldabréfið var upphaflega lánssamningur milli Sögu og Stím en bankinn lánaði félaginu einn milljarð króna í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Þá var Saga Capital jafnframt hluthafi í félaginu. Lykilvitni ákæruvaldsins í málinu gegn Jóhannesi er Magnús Pálmi Örnólfsson en hann var undirmaður Jóhannesar hjá Glitni. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í málinu en hann keypti umrætt skuldabréf af Sögu fyrir gjaldeyrissjóðinn GLB FX. Samkvæmt ákæru var það að undirlagi Jóhannesar en því hafnaði hann alfarið fyrir dómi í dag.Hefði ekki dottið í hug að segja Magnúsi Pálma fyrir verkum„Ég er hafður fyrir rangri sök. Ég er ákærður fyrir að hafa gefið Magnúsi Pálma fyrirmæli um að kaupa skuldabréfið. Ég gaf honum aldrei nein slík fyrirmæli. Ég bar vissulega orð milli kaupanda og seljanda eins og hver annar miðlari [...]. Magnús Pálmi var yfirmaður einingar sem hét FX Advisory og stýrði fjárfestingum til GLB FX. Mér hefði aldrei dottið í hug að segja honum hvernig hann ætti að fjárfesta og ég var í raun í engri stöðu til að segja honum fyrir verkum. [...] Þetta hefur verið mín frásögn frá upphafi og hún hefur aldrei breyst,” sagði Jóhannes í ræðu sem hann hélt áður en saksóknari og verjendur tóku til við að spyrja hann. Hann fór svo hörðum orðum um vinnubrögð sérstaks saksóknara við rannsókn málsins og takmarkaðan aðgang sinn að gögnum vegna málsins. Gerði hann meðal annars að umtalsefni símtölum sem rannsakendur eyddu og Jóhannes telur að hafi mögulega getað sannað sakleysi hans. Sagði hann í ræðu sinni að í símtölunum hafi Magnús Pálmi meðal annars rætt skuldabréfakaupin eins og þau hafi verið hans hugmynd.Sagði ákvörðun ákæruvaldsins óskiljanlega„Lögreglan hefur viðurkennt að í þessum símtölum hafi komið fram mikilvægar upplýsingar fyrir rannsókn málsins. Samt sem áður hefur þeim öllum verið eytt. Ég er gríðarlega hugsi yfir þessu öllu. Er staðan virkilega sú að menn sem eru ákærðir þurfa að una því að hafa lítinn sem engan aðganga að gögnum sem sýna sakleysi og að mögulegum gögnum sem sýna sakleysi sé eytt.” Þá sagði Jóhannes ákvörðun ákæruvaldsins „að kaupa sakbendingu” Magnúsar óskiljanlega en að ákvörðun vitnisins hafi verið skiljanleg. Magnús hafi meðal annars lýst því sjálfur fyrir dómi að hann hafi verið kominn upp við vegg. Þá hafi hann jafnframt vitað nákvæmlega hvað lögreglan vildi heyra en augljóst var að Jóhannes gaf lítið fyrir framburð Magnúsar. „Hann spilaði með lögregluna. Lögreglan lét hafa sig að fífli. [...] Lögreglan hefur unnið að því statt og stöðugt að koma í veg fyrir að málið verði upplýst. Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið. Kannski vildi hann koma í veg fyrir það að Saga Capital kæmist að því hvað var í gangi í skuldastýringu Stím? Kannski vildi hann geta ráðstafað hagnaði Stím af skuldastýringunni til að moka yfir tap annars staðar, nú eða deila honum til vina sinna.”
Stím málið Tengdar fréttir Lögreglumaður hjá sérstökum þarf ekki að svara spurningu um uppljóstrarann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðdóms Reykjavíkur frá því í gær í Stím-málinu varðandi spurningu sem verjandi Jóhannesar Baldurssonar, vildi bera upp við Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann hjá sérstökum saksóknara. 20. nóvember 2015 11:48 Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Lögreglumaður hjá sérstökum þarf ekki að svara spurningu um uppljóstrarann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðdóms Reykjavíkur frá því í gær í Stím-málinu varðandi spurningu sem verjandi Jóhannesar Baldurssonar, vildi bera upp við Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann hjá sérstökum saksóknara. 20. nóvember 2015 11:48
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34
Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16