Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:15 Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs. Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs.
Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55
Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20
Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18
Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25