Marengsterta með lakkrís- og karamellu Sólveig Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2015 10:30 Ásgerður með nokkra af jólasveinunum sem hún hefur gaman af að safna. Það kom mér mjög á óvart að vinna því ég baka eiginlega aldrei,“ segir Ásgerður sem tók þátt í skemmtilegri kökusamkeppni sem starfsmannafélag Landsnets hélt í haust. „Þetta var í fyrsta sinn sem þessi keppni var haldin og við vorum þrjátíu sem sendum inn köku,“ segir Ásgerður en mikill áhugi var meðal allra hinna starfsmannanna á að fá að smakka og gefa einkunn. „Hér var smakk tvisvar í viku í nokkrar vikur og sjö kökur komust í úrslit,“ segir hún en þar á meðal var kaka Ásgerðar sem var marengsterta með piparmyntusúkkulaði í rjómanum. „Ég ákvað að breyta til fyrir úrslitin og setti lakkrís- og karamellukrem á milli botnanna. Það sló rækilega í gegn og mín kaka sigraði með yfirburðum,“ segir hún glaðlega og bætir við að kremið virðist hafa gert útslagið.Lesandi jólasveinar Ásgerður á afmæli 20. desember og segist vera mikið jólabarn. „Ég skreyti töluvert og held mikið upp á safn af lesandi jólasveinum,“ segir Ásgerður sem fannst tengingin sniðug enda er hún bókasafnsfræðingur. „Lesandi jólasveinar liggja ekki á lausu þannig að ef ég sé þá freistast ég til að kaupa þá. Uppáhaldssveinarnir mínir eru tveir samstæðir úr tré sem Bragi Baldursson hjá Hjartans list útbjó sérstaklega fyrir mig.“Marengstertan er afar girnileg með tvenns konar kremi. Mynd/AntonMarengsterta með lakkrís- og karamellukremi 4 egg 300 g flórsykur (í botn og krem)2½ bolli kornflex ½ poki Góu karamellukúlur ½ poki Góu lakkrískúlur (Bingó kúlur) ½ l rjómi 100 g suðusúkkulaði Marengs (2 botnar) 4 eggjahvítur 200 g flórsykur 2½ bolli kornflex Þeytið eggjahvítur og flórsykur, bætið við kornflexi. Skiptið í tvö form og bakið í 40 mín. við 150°C. Lakkrís- og karamellukrem ½ poki Góu karamellukúlur ½ poki Góu lakkrískúlur (Bingó kúlur) 1 dl rjómi Bræðið saman í potti, kælið aðeins og setjið ofan á fyrri marengsbotninn. Síðan er rjóminn þeyttur og honum skellt ofan á og síðan hinn botninn. Krem ofan á kökuna 4 eggjarauður 100 g flórsykur 100 g suðusúkkulaði Bræðið suðusúkkulaðið og látið það kólna lítillega. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur. Bætið brædda suðusúkkulaðinu út í. Þetta fer ofan á kökuna sem má svo skreyta að vild. Eftirréttir Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Rafræn jólakort Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Uppruni jólablands óþekktur Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Svona gerirðu graflax Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Kalkúnninn hennar Elsu Jól Allir fá þá eitthvað fallegt Jól
Það kom mér mjög á óvart að vinna því ég baka eiginlega aldrei,“ segir Ásgerður sem tók þátt í skemmtilegri kökusamkeppni sem starfsmannafélag Landsnets hélt í haust. „Þetta var í fyrsta sinn sem þessi keppni var haldin og við vorum þrjátíu sem sendum inn köku,“ segir Ásgerður en mikill áhugi var meðal allra hinna starfsmannanna á að fá að smakka og gefa einkunn. „Hér var smakk tvisvar í viku í nokkrar vikur og sjö kökur komust í úrslit,“ segir hún en þar á meðal var kaka Ásgerðar sem var marengsterta með piparmyntusúkkulaði í rjómanum. „Ég ákvað að breyta til fyrir úrslitin og setti lakkrís- og karamellukrem á milli botnanna. Það sló rækilega í gegn og mín kaka sigraði með yfirburðum,“ segir hún glaðlega og bætir við að kremið virðist hafa gert útslagið.Lesandi jólasveinar Ásgerður á afmæli 20. desember og segist vera mikið jólabarn. „Ég skreyti töluvert og held mikið upp á safn af lesandi jólasveinum,“ segir Ásgerður sem fannst tengingin sniðug enda er hún bókasafnsfræðingur. „Lesandi jólasveinar liggja ekki á lausu þannig að ef ég sé þá freistast ég til að kaupa þá. Uppáhaldssveinarnir mínir eru tveir samstæðir úr tré sem Bragi Baldursson hjá Hjartans list útbjó sérstaklega fyrir mig.“Marengstertan er afar girnileg með tvenns konar kremi. Mynd/AntonMarengsterta með lakkrís- og karamellukremi 4 egg 300 g flórsykur (í botn og krem)2½ bolli kornflex ½ poki Góu karamellukúlur ½ poki Góu lakkrískúlur (Bingó kúlur) ½ l rjómi 100 g suðusúkkulaði Marengs (2 botnar) 4 eggjahvítur 200 g flórsykur 2½ bolli kornflex Þeytið eggjahvítur og flórsykur, bætið við kornflexi. Skiptið í tvö form og bakið í 40 mín. við 150°C. Lakkrís- og karamellukrem ½ poki Góu karamellukúlur ½ poki Góu lakkrískúlur (Bingó kúlur) 1 dl rjómi Bræðið saman í potti, kælið aðeins og setjið ofan á fyrri marengsbotninn. Síðan er rjóminn þeyttur og honum skellt ofan á og síðan hinn botninn. Krem ofan á kökuna 4 eggjarauður 100 g flórsykur 100 g suðusúkkulaði Bræðið suðusúkkulaðið og látið það kólna lítillega. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur. Bætið brædda suðusúkkulaðinu út í. Þetta fer ofan á kökuna sem má svo skreyta að vild.
Eftirréttir Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Rafræn jólakort Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Uppruni jólablands óþekktur Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Svona gerirðu graflax Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Kalkúnninn hennar Elsu Jól Allir fá þá eitthvað fallegt Jól