Blaðamaður skellti sér í miðaröðina sem finna má á Tix.is á slaginu tíu en fékk þau skilaboð að hann væri númer 6325 í röðinni og það myndi taka hann liðlega klukkutíma að komast að líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Í gær fór fram forsala á miðum og voru margir ósáttir við að komast ekki að í það skiptið líkt og Vísir fjallaði um í gær.
