Gagnrýnendur halda vart vatni yfir sjöundu Stjörnustríðs-myndinni, The Force Awakens, sem var frumsýnd um allan heim í gær. Flestir eru sammála um að leikstjóranum J. J. Abrams hafi tekist afar vel að halda í það sem heillaði aðdáendur gömlu myndanna. Myndin hefur víðast fengið fjórar til fimm stjörnur.
Núna er jafnframt útlit fyrir að myndin muni standast væntingar framleiðenda en hún hefur þegar brotið aðsóknarmet í forsölu. Andvirði miða í forsölu nemur hundrað milljónum Bandaríkjadala, sem er met. Þetta þykir gefa til kynna að myndin muni slá met um opnunarhelgina og hala inn vel yfir tvö hundruð milljónum Bandaríkjadala og þar með slá met sem kvikmyndin Jurassic World setti fyrr á þessu ári.
Útlit fyrir að Star Wars slái met um helgina

Tengdar fréttir

Leikararnir sungu Star Wars lögin hjá Jimmy Fallon
Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon og hljómsveitin The Roots tóku Star Wars lög í þættinum The Tonight Show í gærkvöld en um þessar mundir er verið að frumsýna nýjustu Star Wars myndina um allan heim.

Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins
Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu.

Stórglæsilegar stjörnur á frumsýningu Star Wars
Hátíðlegur klæðaburður á bíógestum.

Úrvalslið Star Wars persóna í hinum ýmsu íþróttagreinum
Sjöunda Stjörnustríðsmyndin, Star Wars: The Force Awakens, var forsýnd í Bandaríkjunum í gær.