Erlent

Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkis­stofnunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Regnbogafáninn er fáni hinsegin fólks.
Regnbogafáninn er fáni hinsegin fólks. EPA

Ríkisstjóri Utah-fylkis í Bandaríkjunum hefur sett bann á regnbogafána í öllum skólum og ríkisstofnunum í fylkinu. Markmiðið er að ýta undir pólitískt hlutleysi meðal kennara og ríkisstarfsmanna.

Bannið er í gildi um alla fána sem Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, hefur ekki samþykkt sjálfur. Einu fánarnir sem má flagga eru sá bandaríski, Utah-fáninn og fáni hersins samkvæmt umfjöllun AP. Þá má einnig flagga fánum líkt og Ólympíufánanum, fánum háskóla og öðrum sögulegum útgáfum af fánunum í fræðsluskyni.

Bannið mun taka gildi í 7. maí næstkomandi og verða dagsektir upp á fimm hundruð dollara sem samsvarar rúmum 66 þúsund íslenskum krónum. Utah er fyrsta fylkið sem setur reglur sem hamla skólum og stofnunum að flagga regnbogafánanum, sem er fáni hinsegin fólks.

Auk regnbogafánans má ekki heldur flagga fánum sem styðja ákveðna pólitíska frambjóðendur, þar á meðal fána Donalds Trump. Bannið eigi að ýta undir pólitískt hlutleysi kennara og annarra ríkisstarfsmanna.

Að venju fer fram Pride mánuður í júní í Bandaríkjunum. Það er venjan að fagna mánuðinum í stærstu borg fylkisins, Salt Lake City, en nú stofnanir og skólar verið sektuð fyrir að flagga fánum í tilefni mánaðarins.

Svipað bann var sett í gildi í Idaho en þar gildi bannið einungis í skólum fylkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×