Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með öldruðum og öryrkjum í þessu máli, ekki einu sinni þeir stjórnarþingmenn, sem talað hafa vel um kjarakröfur lífeyrisþega.Alþingi er kjararáð lífeyrisþega Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu um tillöguna, að kjararáð hefði nýlega ákveðið, að ráðherrar, þingmenn og embættismenn skyldu fá verulegar kjarabætur afturvirkt til 1. mars sl. Alþingi er kjararáð eldri borgara og öryrkja, sagði Helgi Hjörvar. Skoraði hann síðan á kjararáð lífeyrisþega að samþykkja, að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilegar kjarabætur og launamenn hefðu fengið og frá sama tíma, 1. maí. Fram kom, að þessar kjarabætur lífeyrisþega kosta ekki nema 6,6 milljarða en afgangur er á fjárlögum upp á 20 milljarða, sem sumir spá að verði 30 milljarðar. Það vantar því ekki peninga. Það vantar viljann hjá stjórninni.BB: Stjórnin gert mikið fyrir lífeyrisþega! Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði gert mjög mikið fyrir lífeyrisþega. Hún hefði leiðrétt frítekjumark vegna skerðinga tryggingabóta aldraðra hjá TR. Það gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefði einnig leiðrétt grunnlífeyri vegna þess að greiðslur úr lífeyrissjóði skertu hann. Það gagnast þeim, sem hafa góðan lífeyrissjóð. Annað gerði stjórnin ekki að eigin frumkvæði eftir að hún tók við völdum. En síðan rann skerðing tekjutryggingar úr gildi af sjálfu sér, þar eð ákvæðið var tímabundið. Þetta er í fyrsta sinn, sem það kemur grímulaust fram á Alþingi að ríkisstjórnin ætli að svíkja lífeyrisþega um afturvirkar kjarabætur eins og nær allir launamenn í landinu hafa fengið. Það er til skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Sjá meira
Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með öldruðum og öryrkjum í þessu máli, ekki einu sinni þeir stjórnarþingmenn, sem talað hafa vel um kjarakröfur lífeyrisþega.Alþingi er kjararáð lífeyrisþega Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu um tillöguna, að kjararáð hefði nýlega ákveðið, að ráðherrar, þingmenn og embættismenn skyldu fá verulegar kjarabætur afturvirkt til 1. mars sl. Alþingi er kjararáð eldri borgara og öryrkja, sagði Helgi Hjörvar. Skoraði hann síðan á kjararáð lífeyrisþega að samþykkja, að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilegar kjarabætur og launamenn hefðu fengið og frá sama tíma, 1. maí. Fram kom, að þessar kjarabætur lífeyrisþega kosta ekki nema 6,6 milljarða en afgangur er á fjárlögum upp á 20 milljarða, sem sumir spá að verði 30 milljarðar. Það vantar því ekki peninga. Það vantar viljann hjá stjórninni.BB: Stjórnin gert mikið fyrir lífeyrisþega! Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði gert mjög mikið fyrir lífeyrisþega. Hún hefði leiðrétt frítekjumark vegna skerðinga tryggingabóta aldraðra hjá TR. Það gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefði einnig leiðrétt grunnlífeyri vegna þess að greiðslur úr lífeyrissjóði skertu hann. Það gagnast þeim, sem hafa góðan lífeyrissjóð. Annað gerði stjórnin ekki að eigin frumkvæði eftir að hún tók við völdum. En síðan rann skerðing tekjutryggingar úr gildi af sjálfu sér, þar eð ákvæðið var tímabundið. Þetta er í fyrsta sinn, sem það kemur grímulaust fram á Alþingi að ríkisstjórnin ætli að svíkja lífeyrisþega um afturvirkar kjarabætur eins og nær allir launamenn í landinu hafa fengið. Það er til skammar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun