Kom úr skápnum sem klæðskiptingur: „Manneskjan er að klæða sig og mála sig því henni finnst það flott“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2015 21:46 Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015 Ísland í dag Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira
Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015
Ísland í dag Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Sjá meira