Hanna Birna Sigurður Oddsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Mér blöskrar, hvernig pönkast hefur verið á Hönnu Birnu. Fyrrverandi ráðherrar, sem sviku mikið af því sem þeir lofuðu áður en þeir urðu ráðherrar, kröfðust þess að hún segði af sér. Það er erfitt að rökstyðja með tilliti til þess að þær Jóhanna og Svandís sátu sem fastast eftir að þær fengu á sig dóm. Svo steinhalda fyrrverandi kjafti um vafasöm viðskipti stjórnenda ríkisfyrirtækja við tengda aðila. Brjóta samkeppnislög og selja ríkiseignir til að standa skil á sektum. Hanna Birna átti fundi með lögreglustjóra, sem yfirmaður hans. Þá var sagt, að hún skipti sér af og vildi stjórna rannsókn á eigin ráðuneyti. Lögreglustjórinn bar það allt til baka. Hún var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvunum sama kvöldið. Spyrjendur þvældu sömu spurningum fram og til baka í þeirri von, að hún segði eitthvað, sem þeir gætu túlkað henni í óhag. Í fréttum RÚV eftir viðtalið var lesið úr bréfi umboðsmanns Alþingis þannig að allt, sem hún sagði í viðtalinu hljómaði sem lygi. Daginn efir var forsíðufyrirsögn „GRUNUR UM STÓRVÆGILEG MISTÖK OG AFBROT RÁÐHERRA“. Í blaðinu voru glefsur úr bréfi umboðsmanns og skrifað „Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert.“ „…allt bendir til“ er sett sem varnagli og svo skrifað, eins og hún hafi brotið lög og skuli segja af sér. Ég sá sjónvarpsviðtölin og Fbl. las ég í háloftunum á leið til Frankfurt. Í tímalínu í Fbl. kom fram að: – 7. febrúar hóf lögregla rannsókn lekamálsins. – 18. mars og 3. maí átti Hanna Birna fund með lögreglustjóra. – 20. júní lauk rúmlega 5 mánaða rannsókn lögreglu. Hanna Birna spurði um gang málsins eftir 6 vikna rannsókn og svo aftur þremur mánuðum eftir að rannsókn hófst. Er eitthvað athugavert við að hún hafi spurt undirmann sinn um málið eftir stöðugt áreiti og truflun í starfi? Flestir atvinnurekendur hefðu rekið meir á eftir starfsmönnum sínum og líklegast rekið fyrir að drolla svona í vinnunni. Umboðsmaður hafði eftir lögreglustjóra: „Og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig, að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Er óeðlilegt að ráðherra vilji fyrirbyggja að aðrir geti lent í svipuðum aðstæðum og hún? Er það hægt án þess að rannsaka, hvers vegna rannsóknin tók svo langan tíma sem raun ber vitni? Hvar væri málið statt í dag hefði Hanna Birna sagt strax af sér? Hefði því þá nokkurn tíma lokið? Eftir að umboðsmaður Alþingis tók lögreglustjórann á eintal og birti það sem þeim fór á milli er komin ný staða. Orð gegn orði. Spurningin er hvort þeirra er trúverðugra, Hanna Birna eða lögreglustjórinn, sem er tvísaga.Sagði hann satt fyrir eða á fundinum með umboðsmanninum? Umboðsmaður skrifar í bréfi til Hönnu Birnu: „Ég tel ástæðu til að minna á, að það er ekki síst hlutverk eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um málefni stjórnsýslunnar og í samskiptum innan hennar og við borgarana.“ Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi Jóhanna og Steingrímur gengið þannig frá einhverjum gögnum að þau mættu ekki sjást fyrir en eftir 100 ár. Muni ég þetta rétt þá rýfur þessi gjörningur traust og trúnað stjórnsýslunnar við borgarana. Vænti ég þess að umboðsmaður, trúr hlutverki, sínu upplýsi, hvað þau vildu fela í langan mannsaldur. Mig minnir líka að hjá norrænu velferðarstjórninni skyldi allt vera kristaltært og uppi á borðinu. Það hlýtur að vera misminni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mér blöskrar, hvernig pönkast hefur verið á Hönnu Birnu. Fyrrverandi ráðherrar, sem sviku mikið af því sem þeir lofuðu áður en þeir urðu ráðherrar, kröfðust þess að hún segði af sér. Það er erfitt að rökstyðja með tilliti til þess að þær Jóhanna og Svandís sátu sem fastast eftir að þær fengu á sig dóm. Svo steinhalda fyrrverandi kjafti um vafasöm viðskipti stjórnenda ríkisfyrirtækja við tengda aðila. Brjóta samkeppnislög og selja ríkiseignir til að standa skil á sektum. Hanna Birna átti fundi með lögreglustjóra, sem yfirmaður hans. Þá var sagt, að hún skipti sér af og vildi stjórna rannsókn á eigin ráðuneyti. Lögreglustjórinn bar það allt til baka. Hún var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvunum sama kvöldið. Spyrjendur þvældu sömu spurningum fram og til baka í þeirri von, að hún segði eitthvað, sem þeir gætu túlkað henni í óhag. Í fréttum RÚV eftir viðtalið var lesið úr bréfi umboðsmanns Alþingis þannig að allt, sem hún sagði í viðtalinu hljómaði sem lygi. Daginn efir var forsíðufyrirsögn „GRUNUR UM STÓRVÆGILEG MISTÖK OG AFBROT RÁÐHERRA“. Í blaðinu voru glefsur úr bréfi umboðsmanns og skrifað „Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert.“ „…allt bendir til“ er sett sem varnagli og svo skrifað, eins og hún hafi brotið lög og skuli segja af sér. Ég sá sjónvarpsviðtölin og Fbl. las ég í háloftunum á leið til Frankfurt. Í tímalínu í Fbl. kom fram að: – 7. febrúar hóf lögregla rannsókn lekamálsins. – 18. mars og 3. maí átti Hanna Birna fund með lögreglustjóra. – 20. júní lauk rúmlega 5 mánaða rannsókn lögreglu. Hanna Birna spurði um gang málsins eftir 6 vikna rannsókn og svo aftur þremur mánuðum eftir að rannsókn hófst. Er eitthvað athugavert við að hún hafi spurt undirmann sinn um málið eftir stöðugt áreiti og truflun í starfi? Flestir atvinnurekendur hefðu rekið meir á eftir starfsmönnum sínum og líklegast rekið fyrir að drolla svona í vinnunni. Umboðsmaður hafði eftir lögreglustjóra: „Og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig, að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Er óeðlilegt að ráðherra vilji fyrirbyggja að aðrir geti lent í svipuðum aðstæðum og hún? Er það hægt án þess að rannsaka, hvers vegna rannsóknin tók svo langan tíma sem raun ber vitni? Hvar væri málið statt í dag hefði Hanna Birna sagt strax af sér? Hefði því þá nokkurn tíma lokið? Eftir að umboðsmaður Alþingis tók lögreglustjórann á eintal og birti það sem þeim fór á milli er komin ný staða. Orð gegn orði. Spurningin er hvort þeirra er trúverðugra, Hanna Birna eða lögreglustjórinn, sem er tvísaga.Sagði hann satt fyrir eða á fundinum með umboðsmanninum? Umboðsmaður skrifar í bréfi til Hönnu Birnu: „Ég tel ástæðu til að minna á, að það er ekki síst hlutverk eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um málefni stjórnsýslunnar og í samskiptum innan hennar og við borgarana.“ Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi Jóhanna og Steingrímur gengið þannig frá einhverjum gögnum að þau mættu ekki sjást fyrir en eftir 100 ár. Muni ég þetta rétt þá rýfur þessi gjörningur traust og trúnað stjórnsýslunnar við borgarana. Vænti ég þess að umboðsmaður, trúr hlutverki, sínu upplýsi, hvað þau vildu fela í langan mannsaldur. Mig minnir líka að hjá norrænu velferðarstjórninni skyldi allt vera kristaltært og uppi á borðinu. Það hlýtur að vera misminni.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar