Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna Eygló Harðardóttir og Manu Sareen og Daginn Høybråten skrifa 27. janúar 2015 07:00 Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun