Jónas ætlar að fella Geir: Framboð mitt opnar á vissa umræðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 08:30 Jónas Ýmir Jónasson ætlar í framboð gegn sitjandi formanni KSÍ. Kosið verður á ársþingi sambandsins 14. febrúar. Vísir/Andri Marinó „Ég veit ekki hvort fólk þorir ekki að fara á móti honum, en ég er með margar hugmyndir sem ég vil koma fram og tel mig alveg tilbúinn í þetta.“ Þetta segir Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára starfsmaður Suðurbæjarlaugar og knattspyrnuáhugamaður, við Fréttablaðið, en Jónas Ýmir hefur boðið sig fram til formanns KSÍ. Hann fer því upp á móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi formanni, sem hefur sinnt starfinu síðan 2007.Sjá einnig:Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014 „Hann er búinn að vera formaður í átta ár og unnið frábært starf, en nú er kominn tími á breytingar. Það hefur enginn gott af því að vera of lengi í starfi. Mér finnst að kjörtímabilið ætti að vera fjögur ár í senn og menn mættu mest sitja tvö kjörtímabil,“ segir Jónas. Síðar í vikunni ætlar að Jónas Ýmir að koma á framfæri hugmyndum sínum um framtíðarstefnu KSÍ, en það er þó eitt sem brennur hvað helst á honum. „Þetta virðist vera svolítið lokuð klíka. Ég vil opna þetta meira og t.a.m. opna bókhaldið og leyfa fólki að sjá í hvað peningarnir fara. Geir hefur gert margt gott, en samt eru hlutir sem þarf að laga og bæta. Framboð mitt opnar allavega á umræðu um þessa hluti og það er gott fyrir alla að breyta hugsunarhætti sínum. Ekkert varir að eilífu,“ segir Jónas Ýmir.Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ í átta ár.vísir/stefánHann segist hafa fengið stuðning eftir að framboðið var kynnt í gær og býst við meiri stuðningi síðar í vikunni þegar hann kynnir sínar hugmyndir. Jónas hefur íhugað lengi að fara í framboð. „Ég hugsaði þetta fyrir síðustu formannskosningar en augljóslega gerði ég ekkert í því þá. Ég hef pælt í þessu síðustu tvö ár og lét verða af þessu núna. Það hafa allir gott af smá samkeppni og það á líka við um formann KSÍ,“ segir Jónas Ýmir, skellir svo upp úr og bætir við í gamni: „Ekki meir, Geir.“ Jónas hefur verið knattspyrnuáhugamaður frá blautu barnsbeini og mætt á nær alla leiki liðsins í þrjá áratugi. „Ég var þarna líka í gegnum erfiðu tímana. Við pabbi eru miklir FH-ingar þó ég sé líka í mikilli Haukafjölskyldu. Þó við séum FH-ingar þá eru engin vandamál í fjölskyldunni,“ segir hann léttur í bragði. Jónas er í sambúð með Hjördísi Pétursdóttur, geislafræðingi á Landspítalanum, en þau hafa verið í sambandi í 19 ár. Þau eiga tvö börn: Stúlku sem er sex ára og dreng sem er þrettán ára. „Strákurinn hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta en sú litla æfir bæði handbolta og fótbolta með FH. Það er mikil íþróttaástríða í henni eins og pabba sínum,“ segir Jónas Ýmir Jónasson. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30 Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
„Ég veit ekki hvort fólk þorir ekki að fara á móti honum, en ég er með margar hugmyndir sem ég vil koma fram og tel mig alveg tilbúinn í þetta.“ Þetta segir Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára starfsmaður Suðurbæjarlaugar og knattspyrnuáhugamaður, við Fréttablaðið, en Jónas Ýmir hefur boðið sig fram til formanns KSÍ. Hann fer því upp á móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi formanni, sem hefur sinnt starfinu síðan 2007.Sjá einnig:Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014 „Hann er búinn að vera formaður í átta ár og unnið frábært starf, en nú er kominn tími á breytingar. Það hefur enginn gott af því að vera of lengi í starfi. Mér finnst að kjörtímabilið ætti að vera fjögur ár í senn og menn mættu mest sitja tvö kjörtímabil,“ segir Jónas. Síðar í vikunni ætlar að Jónas Ýmir að koma á framfæri hugmyndum sínum um framtíðarstefnu KSÍ, en það er þó eitt sem brennur hvað helst á honum. „Þetta virðist vera svolítið lokuð klíka. Ég vil opna þetta meira og t.a.m. opna bókhaldið og leyfa fólki að sjá í hvað peningarnir fara. Geir hefur gert margt gott, en samt eru hlutir sem þarf að laga og bæta. Framboð mitt opnar allavega á umræðu um þessa hluti og það er gott fyrir alla að breyta hugsunarhætti sínum. Ekkert varir að eilífu,“ segir Jónas Ýmir.Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ í átta ár.vísir/stefánHann segist hafa fengið stuðning eftir að framboðið var kynnt í gær og býst við meiri stuðningi síðar í vikunni þegar hann kynnir sínar hugmyndir. Jónas hefur íhugað lengi að fara í framboð. „Ég hugsaði þetta fyrir síðustu formannskosningar en augljóslega gerði ég ekkert í því þá. Ég hef pælt í þessu síðustu tvö ár og lét verða af þessu núna. Það hafa allir gott af smá samkeppni og það á líka við um formann KSÍ,“ segir Jónas Ýmir, skellir svo upp úr og bætir við í gamni: „Ekki meir, Geir.“ Jónas hefur verið knattspyrnuáhugamaður frá blautu barnsbeini og mætt á nær alla leiki liðsins í þrjá áratugi. „Ég var þarna líka í gegnum erfiðu tímana. Við pabbi eru miklir FH-ingar þó ég sé líka í mikilli Haukafjölskyldu. Þó við séum FH-ingar þá eru engin vandamál í fjölskyldunni,“ segir hann léttur í bragði. Jónas er í sambúð með Hjördísi Pétursdóttur, geislafræðingi á Landspítalanum, en þau hafa verið í sambandi í 19 ár. Þau eiga tvö börn: Stúlku sem er sex ára og dreng sem er þrettán ára. „Strákurinn hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta en sú litla æfir bæði handbolta og fótbolta með FH. Það er mikil íþróttaástríða í henni eins og pabba sínum,“ segir Jónas Ýmir Jónasson.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30 Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30
Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39