Guardiola segir vandamálið þó liggja hjá samfélaginu en ekki hjá Manchester United. BBC segir frá.
Tuttugu ára maður var ákærður fyrir árás eftir að hann sló Grealish í andlitið þegar City maðurinn var að yfirgefa völlinn eftir Manchester slaginn sem endaði með markalausu jafntefli.
Foden þurfti einnig að hlusta á niðrandi köll úr stúkunni í leiknum en þau snerust um móður hans.
Manchester United hefur fordæmt þessa hegðun stuðningsmanna sinna en enska knattspyrnusambandið ákvað að kæra ekki félagið.
Guardiola var spurður út í það að blaðamannafundi hvernig þeim Grealish og Foden líði.
„Þeim líður ekki vel en við höldum áfram,“ sagði Pep Guardiola.
„Þetta er klikkaður heimur og enginn sleppur við að kynnast því,“ sagði Guardiola.
„Þetta snýst ekki um United. Þetta er ekki vandamál eins félags eða vandamál fótboltans. Þetta snýst heldur ekki um þennan einstakling. Þetta er að gerast alls staðar,“ sagði Guardiola.
City tekur á móti Crystal Palace á Etihad leikvanginum á morgun. Liðið verður enn án þeirra Erling Haaland, Rodri, John Stones, Manuel Akanji og Nathan Ake, sem eru allir meiddir.
Pep Guardiola provides an update on the wellbeing of Jack Grealish and Phil Foden following incidents at the Manchester derby. pic.twitter.com/CiQ8Lo4qTi
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 11, 2025