Delap hefur skorað tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni og vakið athygli fyrir frammistöðu sína.
Manchester United og Chelsea hafa áhuga á leikmanninum og Everton hefur nú bæst í þann hóp samkvæmt The Sun.
Í samningi Delaps er ákvæði um að félög geti keypt hann fyrir þrjátíu milljónir punda ef Ipswich fellur.
Ipswich keypti Delap frá Manchester City í sumar. Delap lék sex leiki fyrir City en var lánaður til Stoke City, Preston og Hull City á tíma sínum hjá Manchester-liðinu.