Farðaði ofurfyrirsætu fyrir Chanel samkomu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 09:30 Ísak Freyr og Isabel Fontana. Vísir Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal. RFF Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal.
RFF Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira