

Ríkið keppir við einkaframtakið
Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins?
Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.
Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti
Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“
Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.
Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir
Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu.
Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar.
Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.
Keppinautar standa höllum fæti
Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu.
Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs?
Skoðun

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar