Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs 2. mars 2015 07:30 Stjórnarandstæðingar saka Pútín um að bera ábyrgð á morðinu. Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira