

Hvað laðar að mér skúrka?
Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona.
Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafnvel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkomandi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækningum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara.
„Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005).
Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur.
Stöldrum við
Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísindalega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastungur, hómópata (smáskammtalækningar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru.
Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir.
Það sem ég get mælt með, til vellíðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geislavélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við.
Hvað er þá vandamálið? Langflestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smotterí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verður einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati.
Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið.
Lifið heil!
Skoðun

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar