Hví ekki nota skattkerfið – frekar en stofna nýtt? Þorvaldur Örn Árnason skrifar 6. mars 2015 07:00 Í margumræddu náttúrupassafrumvarpi er boðuð afar óheppileg leið til að afla fjár til verndunar og viðhalds ferðamannastaða. Nær væri að nýta til þess núverandi skatta og gjöld frekar en stofna nýtt, flókið og dýrt kerfi.Rökstuðningur:1 Hér er boðaður nýr skattur sem flókið verður að innheimta og framfylgja. Undarlegt að ríkisstjórn sem segist vilja einfalda skattkerfið skuli velja þessa leið. Þó kemur ekki á óvart að hún vilji frekar flatan skatt á almenna notendur en að skattleggja tekjur fyrirtækja.2 Ferðamálastofa yrði að eins konar skattstofu með sérstakri skattrannsóknadeild með eftirlitsmenn (eins konar stöðumælaverði) um land allt til að skrifa út sektarmiða á þá sem ekki hafa þetta sérstaka vegabréf. Þar þarf að bæta við mörgum opinberum störfum ef ekki á að draga úr annarri þjónustu og umsýslu Ferðamálastofu. Með þessu nýja skattkerfi vonast menn til að ná inn 3 milljörðum á ári. Ég leyfi mér að giska á að fjórðungur þess sem inn kemur fari í beinan og óbeinan kostnað við kerfið. Hvers vegna í ósköpunum þarf að setja á nýtt gjaldheimtukerfi til að ná inn rúmlega 2 milljörðum króna á ári nettó? Hví ekki gera það með núverandi skattkerfi?3 Í frumvarpinu ásamt langri greinargerð er ekki skoðaður sá möguleiki að fjármagna viðhald og vernd náttúru á ferðamannastöðum af almennu skattfé. Nú greiða ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar virðisaukaskatt (vsk) af vörum og þjónustu, flugvallarskatt, hafnargjöld, vegagjöld (bensínskatt) og fleiri gjöld til hins opinbera og nýbúið er að hækka vsk af mat og veitingum úr 7 í 11%. Ef bara ein króna af hverjum eldsneytislítra væri eyrnamerkt viðhaldi og verndun ferðamannastaða gæti það eitt skilað 300 milljónum á ári. Svo greiðir vaxandi fjöldi starfsfólks skatt af sínum launum. Nærri 80% erlendra gesta koma til landsins aðallega vegna náttúrunnar – hví má ekki nýta til náttúruverndar brot af sköttunum sem þeir og þjónustuaðilar þeirra greiða? Vilji landsmenn auka tekjur af ferðamönnum er besta leiðin að auka og bæta þjónustu við þá, þ.e. þróa atvinnugreinina. Öll greiðum við glöð fyrir góða þjónustu!4 Hér er um óvenjulegt fyrirkomulag að ræða og hætta á neikvæðri ímynd. Flestir sem ferðast um Ísland hafa farið víða og sjaldan ef nokkru sinni þurft að sýna passa til að fá að vera úti í náttúrunni. Hætt er við að náttúrupassafyrirkomulagið verði uppspretta leiðinda, auk þess að vera dýrt í rekstri. Fólki í sumarleyfisferð mun leiðast að vera undir smásjá sérstakra gjaldheimtumanna. Svo er hér vegið að ævafornum rétti fólks til að fara frjálst um villta náttúru. Gert er ráð fyrir að Íslendingum nægi að sýna almenn skilríki eða þylja kennitöluna, en munu erlendir ferðamenn muna eftir að bera á sér þennan nýstárlega passa?5 Í frumvarpinu er talað um uppbyggingu, viðhald og verndun ferðamannastaða. Mér stendur stuggur af orðinu uppbygging þegar um náttúru á ferðamannastöðum er að ræða, sé fyrir mér stórkarlaleg mannvirki sem spilla ásýnd. Mér fellur betur að tala um viðhald og vernd. Ég fagna hins vegar frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Þar er boðuð bráðnauðsynleg skráning, stefnumörkun og framkvæmdaáætlun og hvergi minnst á náttúrupassa. Hins vegar tekið fram að ferðamannaleiðir og staðir sem njóta greiðsluþátttöku úr ríkissjóði af því að þau eru í landsáætlun skuli vera opin gjaldfrjálsri umferð almennings. Vonandi ber Alþingi gæfu til að stöðva náttúrupassafrumvarpið en klára hitt frumvarpið og mætti skjóta þar inn grein um að nauðsynlegar framkvæmdir á ferðamannastöðum verði fjármagnaðar af skattfé sem ríkið almennt innheimtir af ferðamönnum sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í margumræddu náttúrupassafrumvarpi er boðuð afar óheppileg leið til að afla fjár til verndunar og viðhalds ferðamannastaða. Nær væri að nýta til þess núverandi skatta og gjöld frekar en stofna nýtt, flókið og dýrt kerfi.Rökstuðningur:1 Hér er boðaður nýr skattur sem flókið verður að innheimta og framfylgja. Undarlegt að ríkisstjórn sem segist vilja einfalda skattkerfið skuli velja þessa leið. Þó kemur ekki á óvart að hún vilji frekar flatan skatt á almenna notendur en að skattleggja tekjur fyrirtækja.2 Ferðamálastofa yrði að eins konar skattstofu með sérstakri skattrannsóknadeild með eftirlitsmenn (eins konar stöðumælaverði) um land allt til að skrifa út sektarmiða á þá sem ekki hafa þetta sérstaka vegabréf. Þar þarf að bæta við mörgum opinberum störfum ef ekki á að draga úr annarri þjónustu og umsýslu Ferðamálastofu. Með þessu nýja skattkerfi vonast menn til að ná inn 3 milljörðum á ári. Ég leyfi mér að giska á að fjórðungur þess sem inn kemur fari í beinan og óbeinan kostnað við kerfið. Hvers vegna í ósköpunum þarf að setja á nýtt gjaldheimtukerfi til að ná inn rúmlega 2 milljörðum króna á ári nettó? Hví ekki gera það með núverandi skattkerfi?3 Í frumvarpinu ásamt langri greinargerð er ekki skoðaður sá möguleiki að fjármagna viðhald og vernd náttúru á ferðamannastöðum af almennu skattfé. Nú greiða ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar virðisaukaskatt (vsk) af vörum og þjónustu, flugvallarskatt, hafnargjöld, vegagjöld (bensínskatt) og fleiri gjöld til hins opinbera og nýbúið er að hækka vsk af mat og veitingum úr 7 í 11%. Ef bara ein króna af hverjum eldsneytislítra væri eyrnamerkt viðhaldi og verndun ferðamannastaða gæti það eitt skilað 300 milljónum á ári. Svo greiðir vaxandi fjöldi starfsfólks skatt af sínum launum. Nærri 80% erlendra gesta koma til landsins aðallega vegna náttúrunnar – hví má ekki nýta til náttúruverndar brot af sköttunum sem þeir og þjónustuaðilar þeirra greiða? Vilji landsmenn auka tekjur af ferðamönnum er besta leiðin að auka og bæta þjónustu við þá, þ.e. þróa atvinnugreinina. Öll greiðum við glöð fyrir góða þjónustu!4 Hér er um óvenjulegt fyrirkomulag að ræða og hætta á neikvæðri ímynd. Flestir sem ferðast um Ísland hafa farið víða og sjaldan ef nokkru sinni þurft að sýna passa til að fá að vera úti í náttúrunni. Hætt er við að náttúrupassafyrirkomulagið verði uppspretta leiðinda, auk þess að vera dýrt í rekstri. Fólki í sumarleyfisferð mun leiðast að vera undir smásjá sérstakra gjaldheimtumanna. Svo er hér vegið að ævafornum rétti fólks til að fara frjálst um villta náttúru. Gert er ráð fyrir að Íslendingum nægi að sýna almenn skilríki eða þylja kennitöluna, en munu erlendir ferðamenn muna eftir að bera á sér þennan nýstárlega passa?5 Í frumvarpinu er talað um uppbyggingu, viðhald og verndun ferðamannastaða. Mér stendur stuggur af orðinu uppbygging þegar um náttúru á ferðamannastöðum er að ræða, sé fyrir mér stórkarlaleg mannvirki sem spilla ásýnd. Mér fellur betur að tala um viðhald og vernd. Ég fagna hins vegar frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Þar er boðuð bráðnauðsynleg skráning, stefnumörkun og framkvæmdaáætlun og hvergi minnst á náttúrupassa. Hins vegar tekið fram að ferðamannaleiðir og staðir sem njóta greiðsluþátttöku úr ríkissjóði af því að þau eru í landsáætlun skuli vera opin gjaldfrjálsri umferð almennings. Vonandi ber Alþingi gæfu til að stöðva náttúrupassafrumvarpið en klára hitt frumvarpið og mætti skjóta þar inn grein um að nauðsynlegar framkvæmdir á ferðamannastöðum verði fjármagnaðar af skattfé sem ríkið almennt innheimtir af ferðamönnum sem öðrum.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun