Glíma Íslands við hrunið! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. mars 2015 07:00 Glöggt er gests augað segir gamalt máltæki. Á þeirri speki geta verið margar hliðar eins og fleiru. Sú hætta er augljós að gestinum hafi verið sýnd fegruð mynd af ástandinu á bænum, allt gert hreint í hólf og gólf fyrir komu hans og í hann borið það besta sem til var matarkyns. En — sé gesturinn vandanum vaxinn — lætur hann ekki villa um fyrir sér með slíkum brögðum. Tala nú ekki um ef tilgangur heimsóknarinnar er beinlínis sá að kanna ástand mála eins og það raunverulega er og vera á varðbergi gagnvart fegraðri mynd af hlutunum. Máltækið gamla kann einnig að hafa skírskotun til þess að oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda heimamönnum, þeim sem lengi hafa samsamað sig tilteknu ástandi, á það sem vel er gert og hitt sem betur mætti fara. Stundum er sagt, og jafnvel í háðslegum tóni, að sannleikurinn komi að utan. Það getur sannleikurinn einmitt átt til, óþægilegur sem hann kann að vera. Þannig kom sannleikurinn um hinar feysknu undirstöður „íslenska efnahagsundursins“ sumpart að utan árið 2006, t.d. í gerfi dansks bankamanns. En að utan kom vissulega líka innistæðulaus þvæla um íslensk efnahagsmál á sama tíma, sbr. lánshæfismat bankanna, allt fram á árið 2008.Gestur á vegum Sameinuðu þjóðanna Nýlega bar gest að garði á Íslandi á vegum hinna Sameinuðu þjóða. Nánar tiltekið heimsótti óháður sérfræðingur, Juan Pablo Bohoslavsky, landið á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur heimsóknarinnar var að gera úttekt á því hvernig Íslandi hefði tekist í glímu sinni við afleiðingar Hrunsins að uppfylla skyldur sínar á sviði mannréttindamála, einkum hvað varðaði efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Heimsókn sérfræðingsins stóð í viku og eins og fram kemur í skýrslunni um för hans hingað var rætt við fjölmarga aðila, hlustað á ólík sjónarmið og síðan byggt á margvíslegum gögnum. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Hver og einn verður auðvitað að gera upp við sig hversu glöggt hann telur þetta tiltekna gestsauga. Hér var þó hvorki umboðslaus aðili á ferð né er hann þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Hér er ekki heldur um að ræða erindreka tiltekinna sérhagsmuna eða hugmyndafræði, nema það sé talið þjóna sérstakri hugmyndafræði að mannréttindi séu virt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Almennt er vandséð annað en þessum tiltekna gesti hafi gengið það eitt til að komast sem næst sannleikanum um það sem var tilgangur heimsóknarinnar. Og tilgangurinn var, eins og áður sagði, að skoða frammistöðu Íslands í glímunni við afleiðingar Hrunsins frá þessum mannréttindasjónarhóli. Og nú skulum við gefa gestinum orðið:Góð einkunn og um leið þarfar ábendingar Almennt séð verður ekki kvartað undan þeirri einkunn sem hinn óháði mannréttindasérfræðingur gefur viðureign íslenskra stjórnvalda við afleiðingar Hrunsins, allt aftur til haustsins 2008. Í samandregnum niðurstöðum og víðar í textanum segir einfaldlega (í lauslegri þýðingu greinarhöfundar): „Ísland hefur glímt við efnahagsþrengingarnar með árangursríkari hætti en mörg önnur lönd.“ Engu að síður eru settar fram margar þarfar ábendingar, svo sem um að vera á varðbergi gegn hættu á langtímaatvinnuleysi meðal ungs fólks og innflytjenda, berjast gegn fátækt, horfa til stöðu leigjenda o.s.frv.„Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Þegar kemur að því að svara spurningunni um hvort eitthvað megi læra af því hvernig íslensk stjórnvöld tókust á við efnahagserfiðleikana er ýmislegt dregið fram og þar er m.a. að finna eftirfarandi texta (aftur í lauslegri þýðingu greinarhöfundar) og gesturinn hefur síðasta orðið: „…ríkisstjórnin brást við fjármála- og efnahagsþrengingunum með því að hlífa hópum í viðkvæmri stöðu með auknum fjárframlögum til félagslegra stuðningsaðgerða, með því að auðvelda hlutastörf, með virkum vinnumarkaðsaðgerðum og auknum rétti til atvinnuleysisbóta. Í stað framhlaðinna niðurskurðaraðgerða sem hefðu getað dýpkað kreppuna var lögð áhersla á aðlögun í formi aukinnar tekjuöflunar með þrepaskiptum tekjuskatti, auðlegðarskatti og hærri sköttum á hagnað fyrirtækja. Þó nær allir færðu fórnir var byrðunum, þegar á heildina er litið, dreift á sanngjarnan hátt með því að standa vel vörð um hag hinna tekjulægstu á meðan þeir sem ríkari voru, og þar með síður líklegir til að missa lágmarks félagsleg og efnahagsleg réttindi, öxluðu þyngri byrðar. Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Glöggt er gests augað segir gamalt máltæki. Á þeirri speki geta verið margar hliðar eins og fleiru. Sú hætta er augljós að gestinum hafi verið sýnd fegruð mynd af ástandinu á bænum, allt gert hreint í hólf og gólf fyrir komu hans og í hann borið það besta sem til var matarkyns. En — sé gesturinn vandanum vaxinn — lætur hann ekki villa um fyrir sér með slíkum brögðum. Tala nú ekki um ef tilgangur heimsóknarinnar er beinlínis sá að kanna ástand mála eins og það raunverulega er og vera á varðbergi gagnvart fegraðri mynd af hlutunum. Máltækið gamla kann einnig að hafa skírskotun til þess að oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda heimamönnum, þeim sem lengi hafa samsamað sig tilteknu ástandi, á það sem vel er gert og hitt sem betur mætti fara. Stundum er sagt, og jafnvel í háðslegum tóni, að sannleikurinn komi að utan. Það getur sannleikurinn einmitt átt til, óþægilegur sem hann kann að vera. Þannig kom sannleikurinn um hinar feysknu undirstöður „íslenska efnahagsundursins“ sumpart að utan árið 2006, t.d. í gerfi dansks bankamanns. En að utan kom vissulega líka innistæðulaus þvæla um íslensk efnahagsmál á sama tíma, sbr. lánshæfismat bankanna, allt fram á árið 2008.Gestur á vegum Sameinuðu þjóðanna Nýlega bar gest að garði á Íslandi á vegum hinna Sameinuðu þjóða. Nánar tiltekið heimsótti óháður sérfræðingur, Juan Pablo Bohoslavsky, landið á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur heimsóknarinnar var að gera úttekt á því hvernig Íslandi hefði tekist í glímu sinni við afleiðingar Hrunsins að uppfylla skyldur sínar á sviði mannréttindamála, einkum hvað varðaði efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Heimsókn sérfræðingsins stóð í viku og eins og fram kemur í skýrslunni um för hans hingað var rætt við fjölmarga aðila, hlustað á ólík sjónarmið og síðan byggt á margvíslegum gögnum. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Hver og einn verður auðvitað að gera upp við sig hversu glöggt hann telur þetta tiltekna gestsauga. Hér var þó hvorki umboðslaus aðili á ferð né er hann þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Hér er ekki heldur um að ræða erindreka tiltekinna sérhagsmuna eða hugmyndafræði, nema það sé talið þjóna sérstakri hugmyndafræði að mannréttindi séu virt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Almennt er vandséð annað en þessum tiltekna gesti hafi gengið það eitt til að komast sem næst sannleikanum um það sem var tilgangur heimsóknarinnar. Og tilgangurinn var, eins og áður sagði, að skoða frammistöðu Íslands í glímunni við afleiðingar Hrunsins frá þessum mannréttindasjónarhóli. Og nú skulum við gefa gestinum orðið:Góð einkunn og um leið þarfar ábendingar Almennt séð verður ekki kvartað undan þeirri einkunn sem hinn óháði mannréttindasérfræðingur gefur viðureign íslenskra stjórnvalda við afleiðingar Hrunsins, allt aftur til haustsins 2008. Í samandregnum niðurstöðum og víðar í textanum segir einfaldlega (í lauslegri þýðingu greinarhöfundar): „Ísland hefur glímt við efnahagsþrengingarnar með árangursríkari hætti en mörg önnur lönd.“ Engu að síður eru settar fram margar þarfar ábendingar, svo sem um að vera á varðbergi gegn hættu á langtímaatvinnuleysi meðal ungs fólks og innflytjenda, berjast gegn fátækt, horfa til stöðu leigjenda o.s.frv.„Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“ Þegar kemur að því að svara spurningunni um hvort eitthvað megi læra af því hvernig íslensk stjórnvöld tókust á við efnahagserfiðleikana er ýmislegt dregið fram og þar er m.a. að finna eftirfarandi texta (aftur í lauslegri þýðingu greinarhöfundar) og gesturinn hefur síðasta orðið: „…ríkisstjórnin brást við fjármála- og efnahagsþrengingunum með því að hlífa hópum í viðkvæmri stöðu með auknum fjárframlögum til félagslegra stuðningsaðgerða, með því að auðvelda hlutastörf, með virkum vinnumarkaðsaðgerðum og auknum rétti til atvinnuleysisbóta. Í stað framhlaðinna niðurskurðaraðgerða sem hefðu getað dýpkað kreppuna var lögð áhersla á aðlögun í formi aukinnar tekjuöflunar með þrepaskiptum tekjuskatti, auðlegðarskatti og hærri sköttum á hagnað fyrirtækja. Þó nær allir færðu fórnir var byrðunum, þegar á heildina er litið, dreift á sanngjarnan hátt með því að standa vel vörð um hag hinna tekjulægstu á meðan þeir sem ríkari voru, og þar með síður líklegir til að missa lágmarks félagsleg og efnahagsleg réttindi, öxluðu þyngri byrðar. Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun