Ekki setja áfengisiðnaðinn undir stýrið Hafsteinn Freyr Hafsteinsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun