Þýskir þingmenn telja rétt að borga guðsteinn bjarnason skrifar 18. mars 2015 09:00 Gesine Schwan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi þýskra sósíaldemókrata segir Grikki eiga rétt á frekari stríðsskaðabótum. fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel. Grikkland Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel.
Grikkland Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira